Eftir hverju var farið við val á uppsögnum starfsfólks við LÍ?

Uppsagnirnar hjá Landsbankanum virðast hafa komið fólki í opna skjöldu. Starfsfólkið varð greinilega fyrir áfalli við yfirtökuna og svo uppsagnirnar.

Ég spyr.....hvaða aðferð var notuð til að segja upp fólki?

Og.....hvaða forsendur réðu vali á starfsfólki til uppsagnar? Starfsaldur? Viðfangsefni? Kennitala? Laun?

Við hvaða mat var ákvörðunin um að segja 550 starfsfólki upp vinnunni, var stuðst við?

 

Er BHM orðið stéttarfélag þeirra einstaklinga sem urðu eftir?


mbl.is Bankamenn í tilfinningarússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru spunameistarar ríkisstjórnarinnar núna? Lýgur Gordon Brown?

Talaði við bresku vini mína í gærkvöld. Þeir eru bæði reiðir út í Íslendinga fyrir að hlaupast undan ábyrgð og undrandi á Gordon Brown - vegna þess að hann hafði fyrir þessa atburði tapað fylgi sínu.

Með þessum hörðu aðgerðum virðist hann, samkvæmt félögum mínum, vera að reyna að ná sér í atkvæði. Það virðist samt ekki vera að virka því fylgi hans er farið að eilífu. Samkvæmt félögum mínum er hann bara ekki vel liðinn á Bretlandi punktur!

Það jók alltaf við fylgi Margaret Thatcher að fara í stríð - en ég er nokkuð viss um að stríð við litla "hryðjuverka"eyðu í norðri eigi ekki eftir að hjálpa Gordon Brown.

Ísland er rakkað niður í fjölmiðlum í UK og ekkert heyrist frá okkur - hvar eru spunameistararnir núna? Afhverju er ekki verið að leiðrétta þennan misskilning í fjölmiðlum?

En ég hlýt að spyrja mig, fyrst íslenskir ráðamenn segjast hafa talað við G.B. og fullvissað hann um að við myndum standast við okkar skuldbindingar.....Er Gordon Brown að ljúga?

 


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellilífeyrisþegar senda illt augnaráð

Já nú er það svart. Ég fór með betri helmingnum út að borða í hádeginu. Við erum frekar prúðbúin í dag vegna samkvæmis sem við förum í eftir vinnu. Við lögðum bílnum fyrir ofan Grjótaþorpið og röltum niður í bæ. Á leiðinni mættum við talvert af eldra fólki sem horfði grimmilega í áttina að okkur.

Við vorum ekki alveg að fatta þetta illa augnaráð - þangað til það rann upp fyrir okkur - okkar kynslóð virðist hafa skert lífeyrinn sökum græðgis og neyslufyllerís.......Blush 


Erum við Talibanar norðursins?

Það lítur út fyrir að allir "galdrameistararnir" hafi búið til geislavirkan úrgang í stað fjármagns.

Við erum greinilega búin að eitra frá okkur um leið og við tókum við eitri annarsstaðar frá. Við erum Talibanar norðursins, vígbúin geislavirkum úrgangi sem eitt sinn kölluðust hlutabréf og fjármagn.

Sko bara! Þetta gátum við!


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki flóa friður

fyrir fréttum. Þetta fer að minna á 11. september 2001 þegar maður þurfti að slökkva á sjónvarpinu, tölvunni og fara út að hjóla til að fá smá frið.............Voðalega eru allir tens eitthvað - sveiattan!Frown 

Svo vantar ekki blaðrið og slúðrið og blaðrið og slúðrið og slúðrið og blaðrið og fólk veltir sér upp úr forinni fram og aftur eins og naktar og kátar bóndakellingar á Jónsmessunótt......bara aðeins að draga andan og slaka og kreppa og slaka og kreppa og slaka....


Er dauðinn ekki eðlilegur í henni Ameríku?

merkilegur siður sem ég rakst á í fyrsta skiptið...kannski af því að ég hef aðallega lesið vísindasectionirnar í blöðunum í stað þess að fletta þeim almennilega.

Ég tók eftir því að fólk sendir inn saknaðarkveðjur til löngu látinna ættingja í blöðin. Fólk sem jafnvel lést fyrir 20 árum! 

"Elsku amma mín, þó að nú séu 26 ár síðan þú lést hugsa ég enn til þín á hverjum degi. Sakna þín meir en orð fá lýst" ...svo fylgir mynd með af blessaða fólkinu.

 

Ja svei mér þá það er eins og dauðin sé ekki eðlilegur hlutur í henni Ameríku.


In Memoriam: 11. september í Nýju Jórvík

Sjö ár eru síðan vinur minn lést í tvíburaturnunum. Clinton Davis var lögreglumaður í WTC og hafði skrifstofu í kjallaranum. Talið er að hann hafi látist þegar turnarnir féllu.

Núna fyrst fór ég á minningarathöfn um hann, vini hans og þessa dags í heild sinni. Mig hefur bara ekki langað fyrr. Ég fór ekki í jarðaförina enda nýkomin til Íslands á þeim tíma og þar að auki bláfátækur námsmaður. Að íslenskum sið sendi ég blóm og kransa.

Nú sjö árum síðar var enn viðhafnarmikil minningarathöfn í St. Peterschurch, rétt við Ground Zero. Þar stóð ég með fjölskyldu hans sem ættuð er ýmist frá Jamaica eða er af afrísku bergi brotin, næpuhvít og skilgreind sem aðstandandi eða "family" þótt ólík væri í útliti. Löggurnar keyptu það eingöngu þar sem þær þekktu Simone, eiginkonu Clints, sem reyndi með miklu handapati að útskýra að þrátt fyrir flensulegt útlit væri ég samt náskyld þeim.

Eins og áfallastreitan á sínum tíma náði tökum á lífi mínu í formi martraða, depurðar og reiði fannst mér eins og allar þær tilfinningar væru vitleysislegar á minningarathöfninni sjálfri. Í raun fannst mér allt í einu eins og minningarathöfnin væri sjálf vitleysisleg. Auðvitað ber ég virðingu fyrir því að það létust um 2700 manns í turnunum, að vinur minn lést þar sem og hópur af kunningjum og að auki slatti af vinum sem upplifðu þessar hörmungar þar sem þeir voru að vinna í eða við turnana.

Mér finnst bara nóg komið. Það eru sjö ár síðan. Það er komin tími til að sleppa þessu.

Á minningarathöfninni voru að vanda lesin upp nöfn þeirra lögreglumanna sem létust og nokkuð oft gjörsamlega brotnuðu aðstandendur saman þegar nöfn eiginmanna þeirra eða sona voru lesin upp.

Fyrir utan kirkjuna var fólk að safnast við Ground Zero til að hlýða á minningarathöfnina þar. Þar stóðu aðstandendur og héldu í dauðans ofboði, með sólgleraugu og tár á kinn, uppi spjöldum með myndum af ættingjum sem fórust í turnunum. Í hvert sinn sem sjónvarpskameran færðist í áttina til þeirra þá lyftu þeir upp spjöldunum svo myndin af hinum látna kæmist nú örugglega í mynd.

Ein kona stóð til hliðar og hélt uppi mynd af syni sínum um leið og hún hrópaði að þetta væri samsæri ríkisstjórnarinnar.

Þegar ég fór af athöfninni fór ég í rútu með fjölskyldunum þar sem við vorum keyrð að veitingarstaðnum Barolo í SoHo en eigandi veitingastaðarins hefur boðið aðstandendum þeirra er létust í turnunum í mat og drykk (mjög grand) eftir athafnirnar. Ég fékk mér hvítvín með fjölskyldunni og við skáluðum. Aðrar fjölskyldur fóru grafalvarlegar með bænir, grétu og voru með sorgarsvip. "Mín fjölskylda" hló og gantaðist.

Þegar ég kvaddi og gekk upp á hótelherbergi leið mér eins og ég hefði verið að koma af leikriti.

 Er ekki komin tími til að halda minningarathöfn um 11. september og grafa þennan leiðindardag?


Eru Lög Laganna vegna?

Það er alltaf jafn áhugavert að fylgjast með umræðunni um lög og framkvæmd laga þegar dómar falla í ofbeldis- og kynferðisbrotamálum gagnvart börnum eða konum.

Mikil réttlætiskennd og tilfinningahiti litar umræðuna sem varin er af þá......"tilfinningasnauðum"? sjálfskipuðum "vörðum laganna".....

Röksemdarfærsla þeirra síðarnefndu er þó þess eðlis að mér finnst að nauðsynlegt sé að nema staðar og skoða hana nánar.

"Svona eru lögin" sagði einn þeirra. "Samkvæmt lögunum er þetta svona" sagði annar. "Dómarar verða að fara eftir lögunum". "Lögin segja...."

Það er eins og þessi "lög" séu sjálfstætt starfandi fyrirbæri með ákvörðunarvald og persónufrelsi. Þau eru lifandi fyrirbæri sem ráða sér sjálf og ekkert.....ekkert er hægt að gera......Computer says no!

Vesalings dómararnir verða að "hlýta" lögunum og þeir dómarar sem skila inn séráliti virðast, samkvæmt orðalagi eins lögmannsins, brjóta lögin.

Það sem einkennir umræðuna er svo það að hinir svokölluðu leikmenn (sem eru allir ólöglærðir) virðast ekki skilja lögin (og þá væntanlega vera að gera í brækurnar að búa í þessu landi ólöglærðir) og þar af leiðandi kemur hrokatónn í suma (aðallega miðaldra karlkyns) löglærða sem sussa yfirlætislega með þekkingarvaldið að vopni á alla hina ólöglærðu lúðana....sem voga sér að hafa skoðun á persónunni Lögin.

Það er vandlifað í þessari löglegu veröld. Það má ekki hafa skoðanir á lögunum nema vera löglærður. Og miðað við hvað "verðir laganna" segja eru lögin ótúlkanleg, óbreytanlegur fasti í grjótharðri tilverunni þar sem Lögin eru Laganna vegna og ekkert tilfinningarkjaftæði rúmast í raunveruleikanum og þar af leiðandi væri hægt að draga þá ályktun að lögin séu ekki skrifuð fyrir fólk heldur kerfi sem farið er að snúast í kringum eigin rass. Tilvera kerfisins miðast að því að halda sér lifandi....

Ég hlýt því að spyrja - Er ekki komin tími til að skoða lög sem breytilegt fyrirbæri, sem stjórnað er af fólki sem er lifandi og að lögin snúist um fólk......en ekki þau sjálf?

 


Þátturinn "Mér finnst" og feministaumræðan

Ég hef undanfarið hlustað á þessa þætti sem eru á ÍNN stöðinni og haft gaman af. Margt kemur fram þar sem hreyfir við manni og farið í gegnum umræðu sem ég hef fyrir löngu síðan sagt skilið við og komin leið á. Samt sem áður hreyfir umræðan við manni enda passað upp á að allskonar skoðanir hljóti hljómgrunn. Ein umræðan úr þáttunum er frá 19. mars sl. þar sem Ásdís Olsen talar um óöryggi sitt að ræða um feminísk málefni þar sem hún upplifi að umræðan sé svo viðkvæm. Það var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég nennti þessu ekki lengur og valdi mér aðra til að umgangast og læra af í lífinu.

1. Mikil taugaveiklun greip um sig á einum af fyrstu fundum feministafélagsins þegar ungur herra  sem langaði að vera feministi og fræðast meira um málin, spurði eftir umræðu um að stofna þyrfti heilbrigðishóp fyrir konur, "afhverju þarf sérstakan heilbrigðishóp fyrir konur"?

Ég meina það manngreyið var afgreitt eins og eggjatínslumaður í kríugeri. Ég skammaðist mín ógurlega og uppgötvaði að ég á enga samleið með kríum.

2. Þegar aðrir feministar fóru að troða því ofan í kokið á mér hvernig feministi ég væri.

3. Þegar ég fann að ég þagði á fundum og vildi ekki tala þar sem allt og þeir sem féllu ekki í "kramið" var skotið niður. Allar heimspekilegar vangaveltur voru greinilega bannaðar eða óæskilegar. Ekki mátti gagnrýna eða spyrja krefjandi spurningar. Mér leið eins og ég væri stödd á trúarsamkomu.

Þá hætti ég við að vera feministi. Ég hef samt ekkert á móti feministum en ég er á móti fólki sem leyfir öðrum ekki að hafa sína skoðun og tjá hana í góðra vina hópi.

Bönnum slíkt fólk - og hananú! Wink

 


úbbs...eins gott að hætta að brosa

og hleypa bölmóði og þunglyndi inn svo maður lifi lengur......eða átti maður ekki að lifa lengur ef maður er glaðlyndur? Úfff....þetta er eins með súkkulaðið og rauðvínið ein rannsókn segir éttu og drekktu en önnur eitthvað allt annað.

Crying Spurning um hvaðan valkvíði er upprunin?

Valkvíði

alkvíði

lkvíði

kvíði

víði

íði

ði

i

 


mbl.is Glaðlyndir fara sér fremur að voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband