Færsluflokkur: Dægurmál

Er háskólamenntað vinnuafl hinir nýju vinnuþrælar vinnumarkaðarins?

Ég velti þessu fyrir mér eftir að hafa lesið bók eftir Barböru Ehrenreich, konu sem hefur skrifað nokkrar bækur eftir að hafa unnið "undercover" við hin ýmsu störf. Barbara hefur skrifað nokkrar bækur sem fjalla um stöðu fólks á vinnumarkaði.

Í "den" var það þannig að menntun var máttur og þeir sem nutu slíkra forréttinda að geta menntað sig hoppuðu upp um hin huglægu stéttarþrep íslensks samfélags. Í "dentid" var það nokkurnveginn þannig að fólk sem útskrifaðist með háskólagráður gekk nánast inn í stöður hjá hinu opinbera, en náttúrulega aðeins þeir sem voru flokkstengdir gátu svo unnið sig upp - eitthvað sem enn er við lýði í dag. Ég er ekki að segja að það sé eðlilegt að ganga inn í störf bara af því að fólk er með tiltekna menntun. Hæfnin og færnin þarf einnig að vera til staðar, til viðbótar við þekkinguna.

Nú er svo komið að mér finnst íslenskur vinnumarkaður líkjast æ meir þeim vinnumarkaði er ég steig aðeins inn á sumar og haust 2001 í New York - eftir að netbólan sprakk og fyrir og eftir árásina þann 11. september. Háskólamenntaðir gátu fengið skrifstofuvinnu á lágum launum, litlum "benefits", þurftu að vinna langan vinnudag - helst 10 tíma en fengu aðeins greitt fyrir 8 því hinir tveir tímarnir voru aðeins tilkomnir vegna þess að þeir "réðu" ekki við vinnuálagið og þurftu auka tíma til að klára vinnu sína.

Það mynduðust því bæði "blue collar sweatshops" og "white collar sweatshops".
Af samtölum við vini mína að dæma sem búa hér á landi og vinna fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði er svipað upp á teningnum og í BNA. Ég er þó ekki frá því að þeir sem hafi það best séu iðnaðarmenn og er það gott mál.

Ég hef samt sem áður áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað á vinnumarkaði að fólk sem hefur lagt nokkur ár að baki í sérhæft nám og hefur tekið hin hræðilegu LÍN lán til þess að hafa tök á því að sérhæfa sig, ætli að láta koma svona fram við sig án þess að spyrna við fótum? Ég hef satt að segja miklar áhyggjur af því að svo verði raunin.


Er perralegt að breyta myndum af sér?

Síðustu mánuði, eða svo, hef ég rekið mig á það að konur sem pósta út myndum af sér á netinu, t.d. hér á moggablogginu, breyta myndunum umtalsvert - þannig að í raun kannast maður eingöngu við svipinn á þeim. Þegar betur er að gáð eru svo konugreyin þær sem ég hélt að þær væru.....bara miklu miklu sætari og mjórri.

Ég hef svosem ekkert verið að velta mér upp úr þessu fyrr en vinur okkar hjóna kom í mat um daginn og hafði á orði að þær konur sem hann hittir á svokölluðu blind-date eru svo bara allt öðruvísi en á myndunum sem þær sendu af sér áður en þær fóru á deitið......Whistling

Hann sagði að það hvarflaði að sér að þær héldu að hann myndi bara sætta sig við þetta fyrst hann væri nú kominn á staðinn! Sem hann reyndar gerir ekki.

Nú má vel vera að myndbreytingarforrit þau er til eru geri konum kleift að breyta sér í þá konu sem þær þrá mest að vera og ýti við egóinu aðeins á meðan, en er það ekki svolítið annað þegar þær eru að villa á sér heimildir?

Ef ég setti til dæmis mynd af annarri konu, sem líkist mér samt en er samt sætari en ég, er ég ekki að villa á mér heimildum?

Er það eitthvað skárra en feitir sveittir kallar á msn sem pósta myndir af sér yngri og stæltari?

.....kannski ég þurfi aðeins að fara að pæla í myndinni af mér hér á moggablogginu.....og setja myndina af mér eftir andlitsvaxmeðferðina Blush

 


Hvað gerir Gibbon api þegar honum leiðist?

togar í eyrun á tígra litla!

Það verður seint tekið af þeim að vera skemmtilegt dýr.....alger hrekkjusvínLoL

 

http://www.youtube.com/watch?v=vZn1ZgwJ9DE


Ef ég er Ríkið og Ríkið á mig: Hvaða rétt hef ég til að vera ég í Ríkinu?

Enn eimir af fortíðardraugum hins opinbera....fólk er enn til sem "á" þær upplýsingar sem maður sækist eftir um sjálfan sig. Upplýsingar um eigið skinn. Enn eru til læknar sem eru svo litlir í sér að þeir verjast allra fregna af sjúkdómsástandi tiltekinnar manneskju og minna helst á Paris Hilton á leið í fangelsið - varðist allra fregna.....

Það væri svosem ekki frásögum færandi ef þessi "tiltekna manneskja" sem vildi fá upplýsingar um sjálfa sig hjá lækninum væri sjálfur sjúklingurinn.

Mér kemur líkami minn ekki við - ætli það. Hann er einkamál læknisins og allt sem er dregið úr honum er hans eign.

Hringdi í ríkisskattsjóra um daginn. Eftir að hafa potað í símann, að mér fannst, endalaust til að komast í þessa deild eða hina deildina svaraði þjónustufulltrúi skattsins í símann.

Hún var svo fúl að mér varð hálf óglatt í símann. Maður lendir stundum á svona fólki. Þetta er fólk sem grípur t.d. frammí fyrir manni og hrópar skipandi: "KENNITALA"!

 Ég ákvað að æla ekki fyrirfram heldur gefa manneskjunni sjens og kynnti mig með þá von í hjarta að hún vildi þá kannski frekar aðstoða mig ef ég sýndi kurteisi.

Símtalið stóð einungis yfir í  örfáar sekúndur:

Ég: "Sæl ég heiti Guðrún og mig vantar upplýsingar um það hvort ég skuldi ykkur 250 þúsund 1. ágúst eða hvort ég standi svotil á núlli".

Hún: "Það kemur ekki ljós fyrr en 1. ágúst".

Ég: "En þið hljótið að reikna þetta út fyrir 1. ágúst. Gæturðu nokkuð flett mér upp og skoðað þetta fyrir mig svo ég geti þá gert ráðstafanir varðandi það ef ég skulda ykkur"?

Hún: "Það kemur ekki í ljós fyrr en 1. ágúst".

Þögn

Þögn

Þögn

Þögn

Ég: "Jáhá, takk fyrir það"!

Hún: Skellti á.

Svona er'tta - alltaf til fólk sem vill poppa upp lífið og tilverunaSmile Bara að hringja í Ríkisskattstjóra!


Euro-rembingur og sterilizering tónlistar

Austur-evrópsku þjóðirnar eru einfaldlega miklu betri en við hér í vestur-evrópu, amk þegar kemur að því að semja og performa tónlist í Eurovision.

Hæfni þeirra liggur í því að vera þau sjálf og blanda sinni þjóðlegu tónlist við Vesturlanda tónlist.

Okkar tónlist er of steril og það er performið hjá okkur líka. Við hér á Vesturlöndum er of mikið að reyna að vera "professional" og tónlistin er öll eins og þar af leiðandi leiðinlegt.

Eftir tilkomu austur-evrópulandanna í Evróvision er loksins hægt að horfa á keppnina án þess að dotta yfir sjónvarpinu. Það er helst að það gerist í dag þegar einmitt hin sterilizeruðu og einsleitu vestur-evrópsku löndin eiga míkrófóninn.

Kannski mættum við líta okkur nær og skoða þá arfleið er formæður og -feður skildu eftir sig í íslenskri tónlistagerð. Sendum popptónlist í bland við vísnasöng, harmónikku og langspil!!!

Við getum lært helling af þessum þjóðum sem í dag eru að springa út eftir áratuga kúgun og innilokun....lærum að meta það!


Kæran á Ísland í dag - mikilvægt mál

sérstaklega í ljósi þess að það yrði bagalegt ef þeir töpuðu þessu máli því þá steðjaði hætta að þeim sem stunda rannsóknarblaðamennsku - og alltof fáir stunda hana nú þegar....því miður.

Ef rétt er að starfsmannaleigan sjái líka um að redda húsnæði - hvar eru Pólverjarnir að vinna? Hjá bræðrum Stefáns sem eiga Atlantsskip og Atlantsolíu?

Ef þeir eru fluttir inn af Kjærnested fjölskyldunni sem reddar þeim húsnæði og vinnu þar að auki - og siðferði Stefáns endurspeglar ríkjandi siðferði innan fjölskyldunnar - hvaða laun ætli þeir séu að fá?

Hvernig ætli vinnuaðstæður séu? Ef þessi tengsl eru eins og ég hef reifað hér, ætli það sé löglegt eða amk ekki hagsmunaárekstrar í gangi?


"A hole in my heart"

Þvílík tímasóun. Ef ykkur langar að verða óglatt, missa löngun í kynlíf og eyða tímanum í ekki neitt þá skulið þið endilega horfa á þessa mynd.

Sænska kvikmyndaleikstjóranum tekst nefnilega það sem þeim öllum tekst að blanda saman viðbjóð og þunglyndi.

Þrír einstaklingar eru að búa til heimatilbúnar klámmyndir og inn á milli ríðinganna skjótast inn myndir af því þegar skapabarmar konu eru klipptir í burtu....mmmm afar heimspekilegt sjónarhorn!

Inn á milli ríðinganna og skapabarmaklippinga kemur svo þunglyndur strákur með hengingarsnöru hangandi í herberginu sínu og sýnir okkur ánamaðkana sína og talar við þá.....mmmm afar heimspekilegt sjónarhorn....

Niðurstaðan er þessi: Taka þarf einhvers konar lyf, t.d. ofskynjunarlyf áður en sýning hefst - kannski maður fái þá einhverja heimskuspeki í þetta.


Hinn íslenski Offorskúltúr

Ég verð að segja að viðbrögð við grein Guðbjargar H. Kolbeins hafa ekki staðið á sér frekar en viðbrögð við skoðunum annarra einstaklinga sem fljóta ekki með meirihlutanum.

Það sem hins vegar stingur er sá offors og rökleysi sem má lesa í bloggfærslur þeirra sem telja hana, sem og aðra sem hugsa öðruvísi, vera á "rangri skoðun".

Það er best að passa sig að vera ekki með "ranga" skoðun því þá er maður skotmark persónulegs skítkasts og maður sem manneskja er svona og hinsegin á geðinu. Þeir sem skilja ekki rök annarra telja sig hafa rétt til þess að kasta skít - það má ekki hafa aðra skoðun....

Nota Bene: Sumir þarna úti sem tala og skrifa svona eru að bjóða sig fram..........hvernig ætli þeim gangi að vinna málefnalega?


Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1102

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband