Færsluflokkur: Lífstíll

Er perralegt að breyta myndum af sér?

Síðustu mánuði, eða svo, hef ég rekið mig á það að konur sem pósta út myndum af sér á netinu, t.d. hér á moggablogginu, breyta myndunum umtalsvert - þannig að í raun kannast maður eingöngu við svipinn á þeim. Þegar betur er að gáð eru svo konugreyin þær sem ég hélt að þær væru.....bara miklu miklu sætari og mjórri.

Ég hef svosem ekkert verið að velta mér upp úr þessu fyrr en vinur okkar hjóna kom í mat um daginn og hafði á orði að þær konur sem hann hittir á svokölluðu blind-date eru svo bara allt öðruvísi en á myndunum sem þær sendu af sér áður en þær fóru á deitið......Whistling

Hann sagði að það hvarflaði að sér að þær héldu að hann myndi bara sætta sig við þetta fyrst hann væri nú kominn á staðinn! Sem hann reyndar gerir ekki.

Nú má vel vera að myndbreytingarforrit þau er til eru geri konum kleift að breyta sér í þá konu sem þær þrá mest að vera og ýti við egóinu aðeins á meðan, en er það ekki svolítið annað þegar þær eru að villa á sér heimildir?

Ef ég setti til dæmis mynd af annarri konu, sem líkist mér samt en er samt sætari en ég, er ég ekki að villa á mér heimildum?

Er það eitthvað skárra en feitir sveittir kallar á msn sem pósta myndir af sér yngri og stæltari?

.....kannski ég þurfi aðeins að fara að pæla í myndinni af mér hér á moggablogginu.....og setja myndina af mér eftir andlitsvaxmeðferðina Blush

 


Hvað gerir Gibbon api þegar honum leiðist?

togar í eyrun á tígra litla!

Það verður seint tekið af þeim að vera skemmtilegt dýr.....alger hrekkjusvínLoL

 

http://www.youtube.com/watch?v=vZn1ZgwJ9DE


Er skrýtið að fólk fitni - það er sykur í nánast öllu sem við borðum!

Laxaátið virkar. Ég get staðfest það. Við hjónin prufuðum laxa- og bleikjuát 3var í viku í vetur og bumburnar runnu af eins og lýsi í niðurfalli.

Hitt er annað mál að þegar maður ætlar að taka sykur út úr fæðunni er það hægara sagt en gert. Það er sykur í kjöti, eins og kjúkling (sumum), skinku og stundum reyktum laxabitum. Það er meira að segja sykur í tómatsósu og sinnepi. Það er sykur í sumum kryddum og einhver snillingurinn selur fryst ber og ávexti í pokum og hefur stráð yfir það sykri án þess að slíkt sé tekið fram á áberandi hátt. Maður þarf að hafa fyrir því að lesa innihaldslýsingarnar til þess að vita af því.

Í innihaldslýsingum vara sem við neytum daglega felst sykurinn í ýmisskonar sýrópum. Það kæmi mér ekki á óvart að margir sem eru í baráttunni við aukakílóinn haldi að þeir borði sykur einu sinni í viku (þ.e. ef þeir hafa nammidag) en eru samt að hrúga í sig sykri óafvitandi á hverjum degi.....

Er skrýtið að fólk fitni þrátt fyrir aukna líkamsrækt?

Það sem er þó athyglisvert við laxaátið er að feitur fiskur brennir lýsið af okkur Smile

Það er yndisleg tilhugsun enda fátt betra en fiskur, hvað þá lax. Það er þó þrautinni þyngri að finna sykurlaust meðlæti.....fyrir utan ferskt salat og eða hrísgrjón. Maður getur bara borðað svo og svo mikið af slíku fæði....


mbl.is Karlar léttast hraðar ef þeir borða lax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta bankarnir lækkað vextina?

Heimsfrægð er okurlánastefna íslensku bankanna að verða. Viðskiptamenn og fjárfestar erlendis svitna þegar minnst er á okurvexti hinna íslensku banka.

Nú veit ég að þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína bitnar það helst á minni fyrirtækjum, einyrkjum og fjölskyldum á Íslandi. Stærri fyrirtæki hljóta þegar annarra kjara. 

Stýrivextir eru þeir vextir (að því sem ég best veit) sem Seðlabankinn leggur á lán sín til hinna íslensku banka sem tekið hafa hjá þeim lán.

Nú leyfi ég mér að efast að íslenskir bankar séu með lán yfirhöfuð hjá Seðlabankanum enda erlend matsfyrirtæki að gefa út lánshæfni íslenskra banka - og tilhvers væru þau að því ef bankar hérlendis væru að fá lán hjá Seðlabankanum.

Þar af leiðandi leyfi ég mér að fullyrða að íslensku bankarnir sjái sér leik að borði og hækki vextina í takt við stýrivexti til að notfæra sér vankunnáttu hins almenna Íslendings - þar á meðal mín.

Þetta er að verða eins og í Ævintýri Dickens......eða að ný einokunarstaða er komin upp - Danirnir hinir vibbalegu kúgarar hinnar íslensku þjóðar hafa breyst í íslenska okurlánara sem heita: Glitnir, Landsbankinn og KB banki.

Margir fræðimenn hafa varað við því sem gerist þegar Nýlenduþjóðir fá sjálfstæði. Að stjórnarformið haldi áfram í sömu kúgunarmynd og við Nýlenduherraríkið - en nú eru það bara innlendir sem halda áfram að kúga samlanda sína.

Við sjáum þetta í Afríku og víðar þar sem Nýlenduríki breytist í lýðræðisríki en innlendir stjórnarmenn halda áfram að kúga samlanda sína og því lítið breyst frá Nýlendukúgurunum.

Er eitthvað annað í gangi hér? 

 


Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1110

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband