Að nota land sem skammaryrði eru fordómar

Að undanförnu hafa áberandi einstaklingar í samfélaginu notað samfélag eða þjóð úti í heimi til samanburðar við Ísland eða sveitafélag á Íslandi í þeim tilgangi að taka þau niður.

Þessar samlíkingar eru í besta falli fordómafullar og bera merki, eins og fordómar gera, um fáfræði viðkomandi einstaklinga. 

Þingmaðurinn segir Skagafjörð verða Sikiley norðursins og fjölmiðlamaðurinn líkir Íslandi við ríki í Afríku, Kongó.

Sikiley er eyja þar sem vill svo til að skipulög glæpastarfsemi var upphaflega mynduð sem kallast í daglegu máli Mafían. Sikiley, eða íbúar Sikileyjar, eru aftur á móti ekki Mafían. Með slíkri samlíkingu setur þingmaðurinn alla íbúa Sikileyjar undir sama hatt og segir að þeir stundi skipulagða glæpastarfsemi. Við eigum semsagt að ganga út frá því að allir íbúar eyjunnar séu með óhreint mjöl í pokahorninu, séu glæpamenn og níðingar sem kúgi og drepi aðra. 

Til fróðleiks þá er Sikiley sneisafull af fjölskyldufólki sem hefur ekkert með þessi samtök að gera og vill alls ekki láta bendla sig við þau. Það að vera Sikileyingur jafngildir ekki því að vera glæpamaður.

Á sama hátt er þingmaðurinn að gefa í skyn að allir íbúar Skagafjarðar séu glæpamenn eða stundi skipulagða glæpastarfsemi. Eins og á Sikiley, býr alls konar fólk í Skagafirði eins og annarsstaðar og með eindæmum að setja stimpil á alla í einu sveitafélagi.

Snúum okkur að fordómum fjölmiðlamannsins.

Kongó er ríki í Afríku sem hefur, eins og svo mörg ríki í Afríku átt erfitt uppdráttar eftir níðinsverk hvítra Evrópumanna sem tóku landið, arðrændu það, neyddu ættbálka til fastrar búsetu og þvinguðu óvinaættbálka til að búa saman. Þegar nýlendutímabilinu lauk voru flest Afríkuríkin skilin eftir og þá oft búið að arðræna það sem hægt var að nýta. Eftir sátu íbúar og máttu byggja upp ríki með enga fyrirmynd af samfélagsgerð þjóðríkis aðra en þá sem nýlenduherrarnir höfðu skapað og sýnt fordæmi af, sem var og er að búa til elítu sem makar krókinn og íbúar landsins mega hirða þá brauðmola sem falla af veisluborði elítunnar.

Flestir íbúar Kongó þjást. Þeir eiga erfitt uppdráttar. Þeir búa við gamalkunnan ótta við stríðsherra og skæruhermenn með öllum þeim hryllingi sem því fylgir.

Ísland er ekki Kongó og það að nota Kongó sem skammaryrði til að taka Ísland niður er afar fordómarfullt gagnvart íbúum Kongó. Við getum fjallað um ástandið hér heima án þess að nota annað land eða landssvæði til að gera lítið úr okkur, eða stjórnsýslunni. 

Ísland er gamalt nýlenduríki og ber þess enn merki.

Á undanförnum árum höfum við sem þjóð farið í naflaskoðun, enda varð efnahagshrun hér, rétt eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Grikklandi og svo mætti lengi telja. Við vorum ekki ein sem lentum í "hruninu". Árið 2008 markaði mjög stór tímamót hjá okkur sem þjóð þar sem við neyddumst til að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru en ekki eins og við vildum að þeir væru. Við erum jú gömul nýlenduþjóð. Sum okkar áttu ömmu og afa sem voru nánast þrælar í besta falli kúguð lágstétt. Við njótum þeirrar gæfu þó að hafa sögulegar heimildir og reynslu af landi og þjóð án þess að vera kúguð, við höfðum hér þing áður en Danir tóku við. Það hefur líklega hjálpað okkur við það að endurbyggja innri gerð samfélagsins. Við höfum að minnsta kosti skilning á því hvað lýðræði felur í sér en fyrir sumum þjóðum er hugtakið varla til í tungumáli þeirra. 

Við eigum þó erfitt með að losa okkur við nýlendubraginn og koma á fót gagnvirku og gagnsæju lýðræði. Ég hef trú á því að með upplýstri umræðu takist komandi kynslóðum að koma á fót slíkri samfélagsgerð. En á meðan er faglegt og réttlát að við fjöllum um okkur og okkar vandamál án þess að nota aðrar þjóðir til að gera lítið úr þeim eða okkur.

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband