Er skrýtið að fólk fitni - það er sykur í nánast öllu sem við borðum!

Laxaátið virkar. Ég get staðfest það. Við hjónin prufuðum laxa- og bleikjuát 3var í viku í vetur og bumburnar runnu af eins og lýsi í niðurfalli.

Hitt er annað mál að þegar maður ætlar að taka sykur út úr fæðunni er það hægara sagt en gert. Það er sykur í kjöti, eins og kjúkling (sumum), skinku og stundum reyktum laxabitum. Það er meira að segja sykur í tómatsósu og sinnepi. Það er sykur í sumum kryddum og einhver snillingurinn selur fryst ber og ávexti í pokum og hefur stráð yfir það sykri án þess að slíkt sé tekið fram á áberandi hátt. Maður þarf að hafa fyrir því að lesa innihaldslýsingarnar til þess að vita af því.

Í innihaldslýsingum vara sem við neytum daglega felst sykurinn í ýmisskonar sýrópum. Það kæmi mér ekki á óvart að margir sem eru í baráttunni við aukakílóinn haldi að þeir borði sykur einu sinni í viku (þ.e. ef þeir hafa nammidag) en eru samt að hrúga í sig sykri óafvitandi á hverjum degi.....

Er skrýtið að fólk fitni þrátt fyrir aukna líkamsrækt?

Það sem er þó athyglisvert við laxaátið er að feitur fiskur brennir lýsið af okkur Smile

Það er yndisleg tilhugsun enda fátt betra en fiskur, hvað þá lax. Það er þó þrautinni þyngri að finna sykurlaust meðlæti.....fyrir utan ferskt salat og eða hrísgrjón. Maður getur bara borðað svo og svo mikið af slíku fæði....


mbl.is Karlar léttast hraðar ef þeir borða lax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það segirður satt! Í þætti í sjónvarpinu fyrir fáeinum árum var í þættinum "Í býtið" á Stöð 2 næringarfræðingur sem fór yfir sykurinnihald í mjólkurvörum sem börnum er gefin og niðurstaðan var óhugguleg! Til dæmis var sykurinnihald að mig minnir í 1 dós af sms eða smáskyri sem ungabörnum er oft gefið sem nam 2-3 sykurmolum. Svo er verið að gefa börnum Cocoa Puffs, en vitið þið það að í 100 gr. af því er sykurinnihald 48 gr.! Það þýðir að nær helmingurinn er nær eingöngu sykur. Engin furða að börn eigi við hegðunarvandamál að stríða og að fólk sé uppfullt af stressi dags daglega. Fólk er meira eða minna hyper af sykuáti. Það væri gaman að sjá hvað gerðist ef þjóðin færi í algert sykurbindindi í eina viku eða svo.

Sigurlaug B. Gröndal, 15.6.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1111

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband