Geta bankarnir lækkað vextina?

Heimsfrægð er okurlánastefna íslensku bankanna að verða. Viðskiptamenn og fjárfestar erlendis svitna þegar minnst er á okurvexti hinna íslensku banka.

Nú veit ég að þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína bitnar það helst á minni fyrirtækjum, einyrkjum og fjölskyldum á Íslandi. Stærri fyrirtæki hljóta þegar annarra kjara. 

Stýrivextir eru þeir vextir (að því sem ég best veit) sem Seðlabankinn leggur á lán sín til hinna íslensku banka sem tekið hafa hjá þeim lán.

Nú leyfi ég mér að efast að íslenskir bankar séu með lán yfirhöfuð hjá Seðlabankanum enda erlend matsfyrirtæki að gefa út lánshæfni íslenskra banka - og tilhvers væru þau að því ef bankar hérlendis væru að fá lán hjá Seðlabankanum.

Þar af leiðandi leyfi ég mér að fullyrða að íslensku bankarnir sjái sér leik að borði og hækki vextina í takt við stýrivexti til að notfæra sér vankunnáttu hins almenna Íslendings - þar á meðal mín.

Þetta er að verða eins og í Ævintýri Dickens......eða að ný einokunarstaða er komin upp - Danirnir hinir vibbalegu kúgarar hinnar íslensku þjóðar hafa breyst í íslenska okurlánara sem heita: Glitnir, Landsbankinn og KB banki.

Margir fræðimenn hafa varað við því sem gerist þegar Nýlenduþjóðir fá sjálfstæði. Að stjórnarformið haldi áfram í sömu kúgunarmynd og við Nýlenduherraríkið - en nú eru það bara innlendir sem halda áfram að kúga samlanda sína.

Við sjáum þetta í Afríku og víðar þar sem Nýlenduríki breytist í lýðræðisríki en innlendir stjórnarmenn halda áfram að kúga samlanda sína og því lítið breyst frá Nýlendukúgurunum.

Er eitthvað annað í gangi hér? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1098

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband