Vonandi er það ekki of seint fyrir Bandaríkjamenn

Þessi orð lét ég falla á bar nokkrum í Alphabet City. New York - fyrir nokkrum vikum. Þar var ég að tala við Joe, írskættaðan risa og konuna hans hina smágerðu og egypskættuðu Jihan. Þeirra skoðun er sú að kosningarnar 2004 skiptu miklu meira máli en þessar þar sem Bandaríkjamenn staðfestu og viðurkenndu vitleysinginn Bush í Hvíta Húsið. 

Að þeirra mati er frábært að fá Barack og ætluðu þau að kjósa hann, en "skaðinn er skeður" sagði Joe og "það verður ekki tekið til baka. Bandaríkjamenn eru búnir að eyðileggja fyrir sér á alþjóðavettvangi, allt í rústum hérna heima og ofan á allt saman eru þeir í identity crisis" sagði Joe. 

Það var ekki laust við það að þeir Bandaríkjamenn sem ég talaði við í ferðinni væru soldið vængbrotnir og skömmustulegir. Ekki síst voru þeir þreyttir á að "leika löggu alheimsins" þegar allt væri brunnið til grunna heima fyrir.

Í ljósi þessa verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu árin - þ.e.a.s ef Obama fær að lifa.


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1089

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband