"W" - pallborðsumræður og Palinískt-Íslenskt touch

Ég fór á forsýningu á W í gærkvöld. Myndin fjallar um Georg W. Bush í leikstýringu Olivers Stone. Ég fékk miðan frítt þar sem ég er áskrifandi af Mogganum og hugsaði mér gott til glóðarinnar að grafa mig niður í bíósætið með popp og kók og glápa hugsunarlaust á skjáinn....

Þegar ég mætti var mér tjáð að pallborðsumræður væru að fara að hefjast - fyrir myndina.

Þvílík skelfing....ég átti sem sagt að hlusta á einhverja sjálfskipaða spekinga mala um Gogga Bush - var það þess vegna sem frítt var á myndina - var ekki bara hægt að selja inn og skippa þessu blaðri?

Nei. Of seint. Mín mætt og búin að kaupa poppið þegar þessar hræðilegu fréttir kvisuðust út meðal saklausra fórnarlamba.

Úff....jæja. Fyrst kom einhver tappi og virtist vera í nefmæltum sleik við míkrófónin. Hann horfði tvisvar upp til fórnarlambanna.....kannski hefur honum fundist hann vera að þröngva sér upp á einhvern? Hmmmmm......

Svo komu nokkrir spekingarnir og héldu ræður og ég var orðin nokkuð viss um að þeir vissu sitt lítið af hverju um Georg.

Eftir 45 mínútna fyrirlestra um Georg (og ég var engu meira nær um manninn - enda hef ég verið á lífi sl. átta ár)  var orðið laust. Hinn saklausi almúgi, fórnarlamb frímiðanna, mátti sem sagt leggja orð í belg.

Og það brást náttúrulega ekki. Einhver kall stóð upp og hélt langloku um réttarkerfið undir Bushstjórninni.....ég hélt ekki vatni af spenningi.

Svo stóð einn upp og sagði: "Mig langaði að vekja athygli ykkar á því að það er eitt land í heiminum þar sem Bush er dáður. Það er Afríka".

Já. Svo erum við að hlægja að Palin fyrir að halda að Afríka sé land.

Um það bil sem poppið mitt kláraðist fékk svo einhver kall frá Viðskiptablaðinu míkrófónin og vildi ítreka það að þetta væri ekki sannsöguleg mynd.

Úff takk fyrir að segja mér það. Að eilífu amen.

Myndin var ekkert spes og gert var ótrúlega lítið úr Gondoleezzu Rice sem er með doktorsgráðu í rússneskum fræðum. Hún var bimbó í myndinni.....mjög sniðugt múf!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1091

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband