16.1.2007 | 09:58
Afhverju er ég ekki fyrirmyndarkúnni bankans?
Ótrúleg þessi framganga bankanna að verðlauna "góðum" kúnnum. Að auki eru "góðu" kúnnarnir flokkaðir eftir hversu "góðir" þeir eru og voru gjafirnar í samræmi við flokkunina.
Af þessum flokkunum og dilkadrætti að dæma mætti ætla að sá fjöldi Íslendinga sem heldur bönkunum uppi með laununum sínum í formi vaxta af lánum og yfirdráttum séu ekki góðir kúnnar.
Ein dæmigerð íslensk fjölskylda fer létt með að greiða mánaðarlaun jafnvel tveggjamánaðarlauna hjá starfsmanni bankans ef reiknað er með yfirdráttarláni.
Einhverja hluta vegna hélt ég að það að standa í skilum og greiða laun starfsmanna bankanna myndi flokkast undir það að vera "góður" kúnni. En nei greinilega ekki því ég fékk sent eitthvað jóla-drasl frá Glitni á bandspotta sem ég veit ekkert hvað á að gera við. Ljótara jóla-drasl finnst varla þó víða væri leitað.
Spurning um að skila þessu og fá pening í staðinn???
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.