Fótósjoppuð á ströndinni: um margföld og mótsagnakennd skilaboð tísku og lífstíls blaða

Þau eru merkileg þessi tísku-kvenna-lífstíls tímarit og dálkar. 

Forsíðuefni margar þessara blaða/dálka/tímarita blasta myndum af konum sem hafa losnað undan einhverskonar ofbeldi, oft af hálfu karla eða orðið fyrir miklum áföllum. Mér skilst að því sorglegra sem forsíðuefnið sé því fleiri eintök seljist. Konur sem fórnarlömb eru söluvarningur.

Þegar kíkt er svo á innihald þessara blaða upphefst svo mikill tvískinningur og mótsagnirnar standa ekki á sér:

Til dæmis má stundum finna í sama blaðinu umfjöllun um það að konur eigi að vera sterkar og stoltar af líkama sínum. Að þær eigi ekki að láta áhrif tískuheimsins taka sig niður.

Nokkrum blaðsíðum síðar eru sögur af konum sem eru miklu hamingjusamari eftir að hafa grennst.

Í lokin má svo finna uppskriftir af kökum og rjómasósum "af því að konur eiga það skilið að borða kökur og rjóma".......

Ekki má gleyma snyrtivörunum og umfjallanir um þær. Án þeirra getur maður nú ekki farið úr húsi eða eins og ein sagði "Ég fer ekki út með ruslið nema með uppsett hár og naglalakkaðar neglur". Sjálf mun ég líklega biðja um varalit á dánarbeði mínu - af því að maður lúkkar betur - held ég. 

Svo má gjarnan finna einhverja umfjöllun um það að maður líti svo vel út án snyrtivara.....eitthvað sem heitir að vera náttúrulega fallegur.......er það þá eftir fótósjoppið og meiköppið?

 Í sama blaði má lesa gagnrýni á tískustrauma og áhrif þeirra á sjálfsmynd kvenna, oftast að verið sé að ýta undir óheilbrigða og óraunhæfar kröfur tískuheimsins á neytendur sem hafi svo áhrif á heilbrigði fólks, sérstaklega ungra kvenna.

Á næstu síðu er auglýsing frá einhverjum tískurisanum þar sem mynd er af fótósjoppaðri fyrirsætu........Mig grunar reyndar að hlutirnir í kringum fyrirsætuna séu líka fótósjoppaðir, t.d. bílar og mótorhjól líta svakalega vel út á pappírnum...... Stundum liggja þær eins og hálfdauðar á jörðinni - kannski af því að fötin eiga að lúkka betur þannig?

Í lokin er það uppáhaldið mitt. Það er umfjöllun um snyrtivarning sem ENGIN má vera án og yfirleitt hefur það eitthvað með lýti að gera eins og appelsínuhúð, eða slappa húð, eða teygða húð eða slitna húð. Það er nefnilega abnormal að vera með svoleiðis. Þá á maður að fá sér allskonar krem og dútl sem á að taka þessi lýti í burtu. Ef það dugar ekki þá er eins gott að maður hraði sér til lýtarlæknis því annars getur maður ekki látið sjá sig í bikiníinu - eins og fyrirsögnin segir "vertu flott í sumar" og við hliðina er mynd af fótósjoppaðri fyrirsætu (eða stundum teiknimyndafígúru) eða eitthvað í þá áttina og gefur augljóslega til kynna að ef maður kaupir ekki eitthvað krem og gengur um fótósjoppaður á ströndinni þá er maður bara alls ekki flottur!

Hvað gerist þá? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1116

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband