16.1.2007 | 10:17
Er verið að hafa gamalt fólk að fíflum?
Mér finnst afar áhugavert að skoða fasteignaauglýsingar ekki síst verð fasteigna. Það sem hefur þó ætíð stungið augað er sú staðreynd að íbúðir fyrir eldri borgara eru talsvert dýrari en aðrar.
Afhverju ætti "eldri borgari" að vilja eyða ca 8-12 milljónum meira fyrir 60-70 ferm. íbúð - bara vegna þess að hún er auglýst fyrir eldri borgara?
Sumir myndu væntanlega argjúa sem svo að eitthvað öryggisdót fylgi með - kannski öryggiskall? En ekki skal gleyma því að slíkt er oft innifalið í hinum mjög svo háu hússjóðum og svo húsvörður sem virðast fylgja með í kaupunum auk þess sem raðhús eru einnig auglýst á þennan hátt og lítið um húsverði þar...
Ég dreg þá ályktun að fasteignasalar og verktakar fái dollaramerki í augun þegar þeir sjá gamalt fólk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.