Tekin - Að Eilífu Amen

Jæja, nú er útséð með það að skattalækkanirnar hafa svo til núllast með hækkunum heildsala að undanförnu. Reyndar ef maður skoðar töfluna á heimasíðu Neytendasamtakanna sést að sælgæti og kökur eru að hækka mest.

Mikið rosalega finnst mér undarlegt að allt þetta fólk skuli hækka akkúrat núna í sama mánuðinum.....

Allir gefa upp svipaðar sér-íslensk-staðlaðar skýringar á hækkununum.....launahækkanir og gengisbreytingar ofl.

En það er orðið svolítið langt síðan launaskriðið hófst og ekki síst hefur gengið verið á fleygiferð undanfarið ár......enda once again...ekki var lækkað svo glatt er gengið lækkaði og er það ekkert svo hátt amk gengi Evru og dollars.

Kæru Íslendingar - ef einhver er að lesa þetta. Hvernig væri nú að standa saman einu sinni og láta ekki taka sig í þið vitið hvað.

Ekki versla þessar vörur - það er alveg hægt - ef við nennum því.

Það er miklu áhrifaríkara en að mæta með spjöld á eitthvert túnið og góla, vegna þess að skinkurassarnir finna fyrir því er pyngjan þyngist ekki enn frekar.

Ef við höldum áfram að versla þessar vörur þá erum við að viðurkenna og sætta okkur við þessar hækkanir á eigin kostnað og gefum þessu liði veiðileyfi á launin okkar.......

...og þar með heldur sagan áfram - að eilífu amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband