Sirkussýningar Frjálslyndra

Aldrei á minni ævi hef ég orðið vitni að jafn ítalskri kosningu eins og um helgina. Ég tek það fram að ég er hlutlaus í þessu máli þó ég hafi skoðanir á því sem fram kemur í fjölmiðlum.

Afhverju talar þetta fólk ekki saman? Afhverju tala Margrét og Jón ekki saman? Hverskonar sandkassaleikur er þetta?

Aftur og aftur hafa komið fram einstaklingar í sjónvarpi sem hafa farið í hár saman í fjölmiðlum og svo þegar þeir setjast saman niður í Kastljósi þá kemur í ljós að fólkið hefur ekki talað saman og verið að misskilja hvert annað allan tíman?

Ég verð að taka undir með Magnúsi Þór Hafsteinssyni - Margrét er með þráhyggju gagnvart Nýju Afli og þeim fjórum aðilum sem þar voru á laugardaginn. Hún virðist vilja leysa ágreininginn í gegnum fjölmiðla í stað þess að setjast niður og ræða málin við rétta aðila.

Afhverju er verið að eyða tíma almennings í þessa þvælu?

Og ef Nonni Magg er svona vondur þá hlýtur það að koma í ljós fyrr en seinna....en við þurfum bara að fá að sjá það sjálf!

Svona tal endalaust grefur bara undan Margréti sem að mínu mati er annars mjög frambærilegur stjórnmálamaður......plís gif it a breik....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband