30.1.2007 | 09:40
Að kjósa tilfinningalega
Gaman að sjá að nokkrir þingmenn eru að beita sér fyrir því að færa niður kosningaaldurinn. Rökin með og á móti eru góð og gild en eitt hnaut ég um og það voru þau rök að hætta væri á að 16-18 ára börn gætu átt það til að kjósa tilfinningalega vegna hugsanlegs vanþroska.
Gott og vel en ég veit ekki betur en tilfinningagreind fullorðins fólks sé upp og ofan. Ef þetta væru fullgild rök ætti að setja alla í tilfinningagreindapróf og þeir sem stæðust það ættu möguleika á að útdeila atkvæði sínu.
Sumir fullorðnir kjósa sama flokkinn áratuginn saman af vana eða þrjósku og skiptir þá engu hver leiðir hann eða hvaða málefni eru á dagskrá.
Sumir fullorðnir kjósa vegna þess að flokkarnir lofa einhverju - þrátt fyrir að þekkt sé í pólitík að eftir kosningar "verður að gefa eftir í stjórnarsambandinu" (eins og Björn Ingi orðaði það sl. vor) og loforðin fjúka út um gluggann.
Ætli það lýsi ekki bara bágri tilfinningagreind, vanþroska og vitsmunarlegum bágindum að maður hlusti á þetta lið og kjósi yfirhöfuð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tel að þessi ungu einstaklingar (16-18 ára) kjósi einfaldlega eins og mamma og pabbi, en ekki tilfinningalega. Þau skilja flest þeirra ekki það karp sem pólitikusarnir færa fram m.a. í sjónvarpi. Enda ekki einu sinni á færi hinna fullorðnu að meta hvað er rétt og hvað rangt, eða geti lesið á milli setninga.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 30.1.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.