11.4.2007 | 08:58
Drottningaviðtöl í þágu stjórnmálamanna?
Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju viðtölin við stjórnmálamennina eru eins formleg og yfirborðskennd og þau virðast vera í fjölmiðlum. Það eru nokkrir fjölmiðlamenn sem virðast þora að "hjóla" í þá og spyrja nánar útí svör þeirra.
Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort að fjölmiðlar þori ekki að spyrja þeirra spurninga sem þörf er á..........eða að þeir séu hreinlega ekki að hlusta á endurtekningarnar í stjórnmálamönnunum sem sumir hverjir óma eins og rispaðar plötur.
Stundum hefur maður það á tilfinningunni að fjölmiðlar skilji ekki viðmælanda sinn eða að hann sé svo klár að geta á nokkrum sekúndum slegið ryki í augu þess fjölmiðlamanns er viðtalið tekur.
Svo eru tímar sem maður hreinlega hugsar með sér að um drottingaviðtöl séu að ræða, það er að viðmælandi leggur fram lista af atriðum sem ekki má spyrja út í fyrir viðtalið.
Ef svo er......afhverju fær slík manneskja að vaða uppi í fjölmiðlum yfirhöfuð?
Á slík "drottning" eitthvað erindi við almenning?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.