17.4.2007 | 15:50
Vissuð þið að hljóðveggi fyrir íbúa við Miklubraut
er vonlaust að fá?
Vissuð þið að um 50 þúsund bílar fara um Miklubraut á hverjum degi?
Vissuð þið að búið er að lofa þessum hljóðveggjum fyrir löngu og framkvæmdir áttu að hefjast í janúar- já fyrir fjórum mánuðum síðan?
Vissuð þið að Miklabrautin á ekki að fara í stokk þar sem ekki er gert ráð fyrir því í samgönguáætlun Alþingis?
Það má samt reisa hljóðveggi í íbúabyggðum með lítilli bílaumferð og bora jarðgöng um Vaðlaheiði sem aðeins örfáar hræður þurfa að nota yfir árið........
Oh, hvað ég er orðin þreytt á að þurfa að berjast fyrir því að vera búsett í Reykjavík....og við þessa reykvísku stjórnmálamenn bæði á þingi sem og í borgarstjórn...
Ég auglýsi hér með eftir fleka sem er flothæfur. Hann þarf að geta rúmað nokkra feita pólitíkusa sem eiga erfitt með að þegja. Hann þarf helst að reka hratt frá landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvað getur maður sagt með þessa stjórnmálamenn...annað en liar liar pants on fire....samgöngumál eru eitthvað ofan á brauð hjá þeim, sett upp á tyllidögum til þess að friðþægja kjósendur sem sitja með sín svörtu lungu af mengun...hvenær gera þeir sér grein fyrir því að flestir kjósendur búa á höfuðborgarsvæðinu en ekki einhverjum aulaútkjákla þar sem þeir eru að drita niður göngum...til hvers? svo að fólkið komist hraðar í burtu frá pleisinu? ...það sem þarf er að afnema þessa kjördæmaskipan, þar sem að ráðherrar eiga fá atkvæði ,,útálandi manna´´ undir öllu sínu veldi...annars bið ég að heilsa dúlla
Karen Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.