30.4.2007 | 13:17
Háskólamenntaðir: hinn þögli hópur í samfélaginu
Til er þögull hópur í samfélaginu sem heitir háskólamenntaðir. Þetta er hópur fólks sem hefur atvinnu - en ekki atvinnu við hæfi, þannig að hún samræmist menntuninni.
Þessi hópur hefur sig ekki frammi vegna atvinnumálanna og get ég ómögulega reynt að túlka þessa þögn eða ástæður hennar.
Aftur á móti finnst mér afar skrítið þegar verið er að styðja við bakið á iðnaði sem krefst ómenntaðra eða iðnmenntunar þar sem þessi hópur hefur svo mikið að gera að sækja þarf vinnuafl hingað og þangað um heiminn til þess að koma öllu í verk.
Þessi iðnaður sem og nýsköpunarstuðningur ríkisins miðast við tæknimenntaða þannig að enn sitja allir hinir eftir og skilja hvorki upp né niður og hér er ástæðan.
Á þessu landi okkar er í sífellu verið að ræða um skóla, menntun og mikilvægi náms. Hér er verið að ræða nauðsyn þess að reisa háskóla um dittinn og dattinn og styðja við framþróun.
En þegar allt þetta fólk kemur úr háskóla og býr yfir verðmætri þekkingu - fær það lítinn stuðning til þess að nota hana.....sorry enga vinnu og ef þú ætlar að gera eitthvað sjálfur - sorry verður að vera eitthvað tæknilegt......
Ég legg til að við hættum þessari afneitun og förum að hlusta á þingmennina okkar.
ÞEIR VILJA OKKUR EKKI!
Eins og í Rússlandi er ekki gert ráð fyrir að háskólamenntaðir þurfi vinnu......
KOMUM BARA HREINT OG BEINT FRAM! Breytum Háskólunum okkar í tívolí OG ALLIR ERU HAPPY!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.