6.6.2007 | 13:44
Bíll án handbremsu: Nokkur orð um reiðhjólaverslanir
Allar reiðhjólaverslanir selja strípuð hjól. Þeim fylgir ekki einu sinni standari. Ég þekki mann sem keypti hjól handa dóttur sinni í Erninum. Það kostaði 26.900kr. Þegar hann var búin að kaupa allan lögskyldan búnað á hjólið kostaði það upp undir 50 þúsund krónur.
Samkvæmt lögum er skylt að hjól séu svona eða hinsegin útbúin....það verður að vera hjálmur, lás, bjalla og tiltekin ljósabúnaður. En ekkert af þessu fylgir með!! Þetta þarf að kaupa sér! Spurning hvort maður myndi nokkru sinni kaupa bíl án handbremsu, ljósa og læsingar.....já og bretta .......
Mér finnst þetta ótrúleg svívirða! Minnir helst á einokunarverslun Dana....mjöl með möðkum í kaupbæti á uppsprengdu verði.
Ég vil hvetja fólk til að versla hjólin erlendis. Sömu hjól fást á minna verði hingað komin með tollum, sendingakostnaði og gjöldum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.