Norah...ó Norah

Það var mikill spenningur hjá okkur hjónum í gær er miðasalan á Noruh Jones tónleikana hófst. Maðurinn minn bókstaflega yfirspenntist og hringdi í mig, þar sem ég var í vinnunni og sagðist þá þegar hafa keypt miða í A sal á 13 bekk. Í samtalinu komst hann þó að því að hann hafði aðeins keypt einn miða en ekki tvo. Hann skellti því á og ég hófst handa við að kaupa tvo miða í A sal sem næst sviðinu, sem mér tókst. 

Nokkrum sekúndum síðar hringdi kallinn sigri hrósandi og sagðist hafa náð öðrum stökum miða á sama bekk og fyrsti miðinn en ekki samliggjandi. Þá eigum við fjóra miða alla í A sal, fyrir miðju nálægt sviðinu, en aðeins tvo samliggjandi vegna yfirspennings.

Jæja, Norah er vafalítið þess virði með sína yndislegu rödd en leiðinlegt að við höfum haft miða af fólki sem eru einnig aðdáendur hennar. Mér skilst nefnilega að það sé uppselt á tónleikana.......Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband