16.6.2007 | 12:39
Morgunkaffið með tíu dropum af biturleika blaðamanns
Það var merkilegt að lesa "heyrst hefur" dálkinn í Blaðinu í dag þar sem einhver skrítinn tónn er í umfjöllun um ummæli Ásthildar Helgadóttur um kvennalandsliðið. Það rann satt að segja ekki ljúflega með morgunkaffinu, eins og ég sem neytandi og áhugamanneskja um fréttir geri kröfu um.
Þar má greina einhvern hæðnitón eða sárindi út í Ásthildi fyrir að hafa gerst svo djörf að láta þetta út úr sér.
Þetta vekur mig til enn frekari umhugsunar um hlutleysi blaðamanna í dag. Mér hefur lengi leiðst fréttaflutningur eins fríblaðanna (thank god að ég er ekki fræg því þá yrði ég væntanlega lögð í einelti fyrir að láta þetta út úr mér). Það hefur nefnilega misst svoldið flugið og er orðin eins og blogg-fréttablað fyrir reiða og bitra blaðamenn þó enn megi lesa áhugaverðar og hlutlausar fréttir - sem betur fer í meirihluta.
Það er mín ósk að ég sem neytandi fái að vera friði frá leiðindum milli blaðamanna og fólks út í bæ sem hefur:
1) Rangar skoðanir (að mati blaðamanna)
2) Kýs að vinna á röngum vinnustað (aftur að mati blaðamanna)
3) Vogar sér að segja að stelpurnar okkar séu bestar (og aftur að mati blaðamanna)
Það eru ennfremur vinsamleg tilmæli að leyfa öðru fólki að tjá sig um mál þar sem skiptar skoðanir ríkja í stað þess blaðamenn reyni sjálfir að matreiða það ofan í blásaklausan neytandann......
maður svelgist nefnilega á þegar maður greinir biturleika og leiðindi við upphaf dags.
Ásthildur Helgadóttir: Erum besta íþróttalið á landinu eins og er" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér - afhverju er ekki bara hægt að samgleðjast með stelpunum og hrósa Ásthildi fyrir að vera kjörkuð og leggja í´ann full sjálfstrausts
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.