17.9.2007 | 09:18
ó my lord - ó my Stefan
Ég er afskaplega ánægð með lögreglustjórann okkar. Fram er kominn sannkallaður leiðtogi sem ryður brautina fyrir nútímalegum hugmyndum um tímabundið lögregluríki til þess að koma á reglu hér í bæ enda ótækt að miðbærinn sé andsetinn um helgar af illum djöflum.....
Einu sinni var það mín kynslóð - svokölluð ónothæf X-kynslóð (alveg glötuð á alla kanta samkv. einhverjum kalli úti í heimi) sem réði lofum og lögum í miðbænum um helgar. Við skelltum í okkur tequila og sítrónum, röfluðum, ögruðum einstaka lögreglumanni, ældum og fórum svo heim - gerilsneydd af minningum það kvöldið. Ég býst við að lögreglunni hafi þótt við frekar aumkunnarverð - enda alltof full til að gyrða niðrum okkur áður en við pissuðum - nei djók...kannski bara stundum.
Nú er þessi gagnslausa X-kynslóð (sem by the way er rík og stjórnar bönkunum hérna og borgar helst engan tekjuskatt af því hún er svo gagnslaus) skíthrædd að fara í miðborgina enda hefur hlandpollunum fjölgað til muna. Tilefnislausa ofbeldinu hefur líka fjölgað og öruggara er fyrir stelpu að vippa sér úr að neðan úti á götu fyrir allra augum frekar en að taka þá áhættu að gera það fyrir luktum dyrum og eiga þá á hættu að verða fyrir nauðgun - án vitna í þokkabót. Vitnin væru þó nokkur ef slíkt henti á laugaveginum.
Mér finnst þó afskaplega fróðlegt að fara niður í bæ og skoða mannskapinn. Um daginn var t.d. mikill galsi í liðinu og hópur fallegra stúlkna gerði sér flissandi að leik að setja bjórglösin á götuna og biðu svo eftir brothljóðunum þegar bílarnir keyrðu yfir herlegheitin. Já sannkölluð hrekkjusvín.
Í sumar varð í vitni að því þegar ungur útúrdópaður strákur labbaði út á miðju Austurstræti með slátrin úti og meig yfir sig allan. Ég gat ekki annað en skellihlegið......
En þrátt fyrir allt, þá er það alveg rétt hjá Stefáni okkar að við sættum okkur við of mikið af rugli. Að sjálfsögðu er þetta ekkert eðlilegt, ofbeldið, hlandið, occational kúkur, brotin glös og öskrin. Hvað þá virðingaleysið við lögin og reglurnar.
Takk Stefán - þú ert Rudolph Giuliani Íslendinga!!!!
5 viðvaranir, 1 áminning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.