20.12.2007 | 09:50
Glitnir: vinsamlegast ekki senda svona rusl á heimilið mitt!!!!
Þessi banki er með ólíkindum. Maðurinn minn hefur verið í viðskiptum við þennan banka í 20 ár og hefur framfleytt honum vel með skuldum sem hann hefur greitt samviskusamlega af. Ætli hann hafi ekki haldið uppi nokkrum starfsmönnum í gegnum tíðina. Svo bættist ég við og jók peningana fyrir bankann minn, sem hækkar vextina samviskusamlega og tryggir sig bak og fyrir með verðtryggingum og skuldbindingum og svo framvegis.
Glitnir hefur svo undanfarin ár verið með jóladagatal fyrir viðskiptavini sína. Við höfum aldrei unnið neitt og vitum ekki um neinn sem hefur unnið neitt þar. Það var því í gríni sem maðurinn minn skrifar bréf til æðstustrumpa fyrirtækisins Glitnis og kvartar undan því að vinna aldrei neitt og fá aldrei neitt frá bankanum. Það er nefnilega eitthvað sem heitir viðskiptatryggð - en Glitnir Bank hefur greinilega aldrei heyrt um það. Viðskiptatryggð felur í sér að ódýrara sé fyrir bankann og fyrirtæki almennt, að halda í viðskiptavinina en að öðlast nýja. Hann þarf nefnilega að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í að afla sér ímyndar, traust og trúverðugleika til þess að fá nýja viðskiptavini.
Jæja, æðstistrumpurinn svarar....ég man ekki hvað hún heitir, og talar um jólaglaðning sem allir fái frá Glitni. EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞENNAN JÓLAGLAÐNING EITTHVAÐ? JÁRNRUSL Í BANDI! OG SORPA AÐ BIÐJA LANDSMENN UM AÐ SKILA GJÖFUM FREKAR EN AÐ HENDA!
Við bentum henni á að við værum ekki að sækjast eftir slíku rusli en hún sendi þá bréfið áfram á nokkra ekki-eins-háttsetta og svo á útibússtjórann okkar. Þá, frá þeirri mínútu vissum við að ekkert myndi gerast enda er sá útibússtjóri einn ósveigjanlegasta manneskja sem ég hef fyrir hitt. Um leið og maður minnist á að fá lægri vexti....kannski 0,5% lækkun?....krossleggur hún hendurnar og sperrir axlir upp að eyrum og segir nei......kræst.
Og sú varð raunin......hún sendi síðan tölvupóst þar sem hún taldi upp þau lán og kjör sem við höfum hjá Glitni!!!
Kræst í öðru veldi - döh - auðvitað vitum við alveg hvað við erum með nú þegar hjá Glitni!!! HALLÓ!
Þar við sat - útibússtjórinn bauð EKKERT og æðstustrumparnir létu hanna rusl fyrir vaxtagreiðslurnar mínar og sendu mér svo ég gæti bætt á störf starfsmanna SORPU sem eru að kafna úr rusli nú þegar......ég ætla að skipta um banka - ekki spurning!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ elsku besta vinkona ....... gaman að lesa þetta frá þér .... sammála um þessa asnalegu peningasóun hjá bönkunum .... nær væri að fella niður þjónustugjöld ....... helv.....ruddar allt saman....
bið að heilsa frá ameríku...við komum heim þann 9. janúar...verður afmæli laugardaginn eftir það hjá Júlíu...þið eruð velkomin í kaffi
kv snúsa
Karen
karen (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.