Af net-misnotkun barna og net-klámi barna

Síðastliðna viku hefur mikið gengið á í netheimum barna í kringum mig. Um er að ræða 12-13 ára gömul börn sem bæði blogga og nota msn-ið mikið.

Það vill svo til að ég á son og stjúpdóttur á þessum aldri. Búa þau í sitthvorum bæjarhlutanum. Stjúpdóttir mín, sem er við það að springa út í ótrúlega fallegt blóm og er á viðkvæmum aldri, loggaði sig inn á msn-ið eitt kvöldið og á innan við 10 sekúndur kom einhver vala_fallega@hotmail.com og skellti framan í stjúpdóttur mína ógeðslegum sögum um þá síðarnefndu á afar nastý hátt. Henni var greinilega skemmt enda var um sögu af þeirri gerðinni að það myndi eyðileggja svona næstu tíu ár fyrir stjúpdóttur minni. Sumar sögur fylgja krökkum fram á fullorðinsár.

Ekki bara að þetta væri ljótt og ósatt heldur hélt þessi vala_fallega fram að sonur minn hefði dreift þessum sögum út á msn-ið.

Hinn elskandi pabbi, maðurinn minn og stjúpi sonar míns, brást við eins og algert pabba-alfa male og gekk mikið á innan veggja heimilisins. Sonurinn sór og lofaði að hafa aldrei skrifað svona vibba enda hafði hann eingöngu farið inn á msnið þann daginn og sat þá stjúpdóttirinn við hliðina á honum á meðan. Og hefði hann hefði sagt svona ógeðslegt í gær inn á msn-inu afhverju ætti þá þessi vala_fallega að bíða með það í sólahring?

Við hjónin settum strákinn strax í sóttkví frá tölvunni og logguðum okkur inn á msn-ið til að athuga "message history". Um leið komu krakkar strax inn á msnið hjá stráknum og spurðu hvort hann ættir systir sem héti X og væri svona og hinsegin.......ha,ha,ha,.....

Sagan var komin út um allt höfuðborgarsvæðið  - þessi vala_fallega@hotmail.com - var búin að stinga bæði börnin í bakið og í eigin vanlíðan (vona ég þar sem ég trúi ekki að börn séu illa innrætt) dreift og logið sögum um stjúpdóttir mína. 

Það er ekkert hægt að gera. Hvorugt barnanna veit hver þessi manneskja er - en eru samt með hana á listanum sínum. Okkur brá náttúrulega við það....enda búin að lesa yfir krökkunum pistilinn með ókunnuga á netinu.....kræst hvað við fullorðna fólkið erum saklaus eitthvað

Það virðist einhver metingur vera um hversu margir eru á msn listanum! Þannig að þau adda þessum og hinum inn á msn ið sitt til þess að hafa sem flesta inn á.

Og þegar maður spyr hversu marga þau þekkja og hafa hitt þá eru það bara brot af þeim sem eru inná. En þau segjast nú samt þekkja alla!

Þannig gæti ég, sem perri, beðið eitthvað tólf ára barn út í bæ um að adda mér sem Gunnusætu96@hotmail.com eða eitthvað álíka gáfulegt, og þóst vera 12 ára. Svo gæti ég beðið msn vininn um að adda mér við vini sína....þannig að X "þekkir" mig og vinir hans treysta honum að ég sé sko alveg gunnasæta - líklega fædd 96......

Conceptið að þekkja hjá 12 ára krökkum nær ekki lengra en þetta. Ef Siggi í bekknum hefur tjattað við mig á msn inu þá þekkir hann mig! Og ef hinir adda mér þá er ég "vinkona" hans Sigga - svona ef einhver fullorðin spyr.......

Það sem veldur mér líka áhyggjum eru myndirnar sem krakkarnir taka af sér og pósta út á netið.

Því miður er ég þó aðallega að tala um stelpur - en þær virðast ekki átta sig á því hvað þær eru að gera.

Í vikunni fékk ég sendann link inn á síðu, sem ég átta mig ekki á til hvers hún er.......

Á síðunni eru haugur nektarmynda og klámmynda af stelpum á aldrinum 12 og upp úr - ég get ekki betur séð en um íslenskar stelpur sé að ræða. Þessi síða tengist þessu MORFIS sem nú hefur snúist upp í HEÓ eða HVER ER ÓGEÐSLEGASTUR.

Sumum stelpum finnst gaman að láta taka af sér myndum inn í svefnherberginu sínu, allsberum, eða með brjóstin ber, útglenntum eða í klámfengnum stellingum.

Þær treysta greinilega þeim sem er á bakvið myndavélina.......því ég efast um að þær sjálfar hafi póstað þessum myndum út.

Það er ekki laust við að við foreldrar séum gjörsamlega meðvitundarlaus þegar kemur að hvað börnin okkar gera bak við luktar dyr eða í gistingum hjá hver öðru.

Spurning hvað þarf til að vekja okkur af prinsessublundinum? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband