28.1.2008 | 14:42
Féllum við fyrir bragði smjörklípu-aðferðarinnar?
Smá samsæriskenning:
Davíð Oddsson, meistari smjörklípuaðferðarinnar, lendir í vandræðum vegna sonar síns sbr. dómaramál.
Davíð Oddsson, í vandræðum, hittir plottarameistara á fundi þar sem ákveðið er að koma af stað stjórnarskiptum í borginni til þess að beina kastljósi fjölmiðla og almennings frá Þorsteini Davíðssyni að stjórnarfíaskóinu í borginni.
Niðurstaðan er eftirfarandi:
Fjölmiðlarnir runnu til í smjörsósunni og flutu niður í ráðhús. Á leiðinni fengu þeir allri höfuðhögg og urðu fyrir óheyrilegu minnistapi. Dómaramálið hvarf í smjörið sem svo var hreinsað upp af starfsmönnum borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrt þessa kenningu, að DO og hans árar hafi verið að leita verið að leita logandi ljósum að einhverju sem beint gæti athyglinni frá dómaramálinu.
Önnur samsæriskenning er að Guðjón Ó. hafi ekki skyndilega fengið minnið um hnífsstungur Björns Inga fyrir 36 mánuðum, heldur hafi hann verið fenginn til að framkvæma "vandettuna" fyrir þá sem verst fóru út úr REI-málinu, þ.e. þeirra sem mest ávinnings væntust en fengu ekki. Hverjir skyldu það hafa verið? Það þarf engin "eldflaugavísindi" til að finna það út. Samkvæmt samsæriskenningunni klúðraði BI málinu tvisvar. Í fyrra skiptið með kaupréttarsamningum til vina/kunningja sem kom málinu í kastljósið og svo klúðaraði hann málinu í síðara skiptið með því að klára ekki málið og selja félagið, skv. tillögu Sjálfstæðismanna, til vildarvina. Einkavinavæðing, sem misfórst og hefnd í kjölfarið.
Hagbarður, 28.1.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.