7.2.2008 | 14:04
Þakkir til barnaverndarnefndar
Furðulegir viðskiptahættir að tíma ekki að gefa börnum nammi. Þetta eru viðskiptavinir framtíðarinnar og börn viðskiptavina nútímans. Ég hugsa alltaf hlýlega til þeirra fyrirtækja og stofnana sem gefa syni mínum gotterí á Öskudaginn. Börnin muna eftir þeim fyrirtækjum sem eru örlát og þau gleyma aldrei þeim fyrirtækjum sem skapa sér óvild með nísku - plús: er þetta ekki rekstrarkostnaður sem er frádráttabær frá skatti?
Þetta er eflaust hin ódýrasta auglýsing og auðveld leið fyrir fyrirtækin að afla sér viðskiptavildar og viðskiptatryggðar. En sumir búðareigendur virðast ekki vera með meira viðskiptavit en það að bola krökkunum í burtu. Önnur eru tær snilld - eins og 11-11 í Skipholti sem var afar örlátt.
En einhver fyrirtæki voru búin að setja út miða "Allt nammi búið" áður en þeir opnuðu....hvað er það?
Svo eru önnur fyrirtæki sem vísa börnum til annarra fyrirtækja til að sníkja nammi......eins og bakaríið í Skipholtinu sem vísaði stráknum mínum á barnaverndarnefnd......
Hann fór nú þangað og fékk nammi í poka......og kann ég þeim kærar þakkir fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1305
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.