12.2.2008 | 10:43
ding dong dong ding ding dong - ég skil ekki orð af því sem þú segir!
Setti hann Georg Bjarnfreðarson í símann minn í gær sem hringitón.
Mér fannst þetta alveg frábært atriði í Næturvaktinni þar sem það lýsti svo vel forpokuðum og fordómafullum Íslendingi. Ég stillti símann á hæsta til að heyra nú örugglega í þessari frábæru hringingu!
Svo gerðist það að ég er í búningsklefa einum út í bæ og bróðir minn hringir frá Danmörku. Þétt við hliðina á mér voru tvær stúlkur, íslenskar af erlendu bergi brotnar.....og síminn glymur:
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
og ég leitaði í örvæntingu að símanum.......sem hélt enn að glymja í eyru hinna íslensku útlendinga sem stóðu svo þétt upp við mig í búningsklefanum:
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
Satt að segja skammaðist ég mín svo mikið mér leið einmitt öfugt við það sem ég upplifði í upphafi - eins og forpokuðum og fordómafullum Íslendingi......að ég er alvarlega að hugsa um að taka þessa hringingu út....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1305
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahaha
Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 11:36
haha,,frekar seinheppin þarna
Karin Erna Elmarsdóttir, 12.2.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.