19.3.2008 | 16:14
Fiskimarkaðurinn Par Excellance
Það eru nú um tvær vikur sem ég fór þangað með æskuvinkonu minni....og ég er enn að hugsa um staðinn, matinn og þjónustuna. Þetta var eitt af þessum fágætu kvöldum sem bara allt small saman.
Staðurinn er afskaplega notarlegur og þægilegur. Andrúmsloftið er þægilegt. Snyrtingin minnir helst á Balthazar veitingastaðinn í SoHo New York...afskaplega smekkleg og þægileg.
Maturinn.....hreint og tær snilld. Við fengum okkur sushi í forrétt og ég fullyrði það að þetta var besta sushi sem ég hef fengið fyrr og síðar. Einhvern veginn eigum við erfitt með hrísgrjónin hér á landi....en þarna var allt eins og best var á kosið. Sushi með túnfisk, sushi með lax, sushi þetta og sushi hitt....gersamlega divine. Borið fram á ís - getur það orðið betra
Vínið frá Alzace - hefur ekki klikkað hingað til. Alltaf nóg af vatni á borðinu - enda nauðsyn þegar vín er haft við hönd.
Við gæddum okkur á þessum yndislega rétt og var ég svo gráðug að ég át af disk vinkonu minnar líka.....spurning um að sýna smá stillingu - nei ekki hægt!!!
Á meðan við biðum eftir aðalréttinum kom þjónninn okkar með smakk - þar sem honum fannst við hafa beðið of lengi?! Við höfðum nú ekki upplifað það enda ánægðar með félagsskapinn
Smakkið reyndist vera krabbakjöt og fiskur - man ekki hvað það var - en það var absolutely gorgious og áttum við þá eftir að fá aðalréttinn....sem sló öllu út.
Við höfðum pantað okkur misómarineraðan þorsk með tígrisrækjum á prjóni.....með mísósósu..nammi namm....þvílíkt sælgæti. Við stundum við hvern bita....orðnar ansi saddar af öllum þessum mat. Það er vel útilátið á þessum stað - og bragðgæðin eru í heimsklassa.
Þjónninn var í ofanálag alveg ótrúlega skemmtilegur! Rauðhærð kona sem reytti af sér brandarana og hafði svör á reiðum höndum. Mig langaði til þess að pakka henni niður og taka með heim.
Ég mun koma aftur á Fiskimarkaðinn....aftur og aftur.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.