Er ekki örugglega McDonalds á Íslandi?

Fyrir um tveimur árum síðan hitti ég Steve vin minn á Penn Station stöðinni í New York City, þar sem ég ásamt foreldrum og eiginmanni ætluðum að fara með honum til Rokonkoma á Long Island. Ætlunin var að hitta Simone vinkonu mína og fara með þeim tveimur ásamt fylgdarliði mínu út að borða og njóta þess að vera í góðra vina hópi.

Með Steve voru vinnufélagar hans og yfirmaður hans, Janice, sem ég small saman við strax og við spjölluðum eiginlega alla leiðina. Aðrir vinnufélagar hans töluðust við sín á milli fyrir utan eina, Krystu, sem skaut sér inní samræður okkar allra Íslendingana við Janice og Steve. Að öðru leyti sagði Krysta ekki mikið heldur sat út í horni og horfði út um gluggann.

Janice er ákaflega líflegur karakter (kemur þannig fyrir). Hún er hávaxin, grönn og brúnhærð með brún augu. Krysta aftur á móti, er lítil, dökkhærð og afar frjálslega vaxin.

Janice sagðist þjást af Psoriasis húðsjúkdómnum og að hún væri mjög slæm. Krysta skaut inn í að hún væri líka slæm í húðinni en þagnaði svo og fór að horfa út um gluggann. Janice bað mig að koma með Bláa Lóns vörur til sín næst þegar ég kæmi til NYC og hún skildi kaupa eitthvað fyrir mig í staðin sem ég fengi ekki á Íslandi, eins og Victoria Secret vörur.

Mér fannst það nú bara góður díll og þegar ég kom til NYC sl. haust mætti ég með fullan poka af Bláa Lóns dótaríi. Ég hitti Steve og Simone og hann sagðist koma varningnum áfram.

Stuttu síðast bárust emilar frá Steve um að hún væri í skýjunum og flögraði um skrifstofuna af gleði. Hún fór víst strax að kaupa handa mér allskonar VS dótarí sem hún ætlaði að koma með með sér til Íslands nú í mars.

Þegar leið að því að hún kæmi fór Steve að senda allskonar emila um hvar hún ætlaði að vera, hvort ég gæti hitt hana á þessu hóteli klukkan þetta eða hitt og síðast en ekki síst kom emill þar sem örvænting hafði gripið um sig: "var ekki örugglega McDonalds á Íslandi"???

Ha, jú, jú og alveg fullt af svona hamborgarastöðum...svaraði ég undrandi, enda Janice ekki alveg hamborgaratýpan.

Svo á laugardaginn beið ég í andyrinu á fínu hóteli hér í borg, eftir því að Janice og maðurinn hennar kæmu niður. Við hjónin höfðum farið í okkar næst fínasta púss....enda að fara að borða á einum fínasta veitingastað borgarinnar.

Lyftan opnaðist og út gengu tveir heilsandi litlir feitir ameríkanar...........í íþróttafötum.

Maðurinn minn sagði upphátt....en sem betur fer á íslensku...þetta er ekkert hún! og ég sagði með hægri vörinni brostu og heilsaðu.

Þetta var Krysta.....skrítið þegar maður á von á allt annarri manneskju og þarf alveg að tóna sig niður og endurstilla sig fyrir annað fólk....skrítið.

Við settumst niður á veitingahúsið og Krysta tók það strax fram að hún borðaði sko alls ekki fisk og því síður grænmeti. Bara kjöt og hamborgara.

En hræðslan við það að fá ekkert að borða á Íslandi hafði skilað sér í ferðatösku Krystu því hún hafði tekið með sér nokkra snakkpoka, kleinuhringjapakka og kexkökur að heiman fyrir þessa þrjá daga sem hún dvaldi hér.

Þegar við kvöddum Krystu og mann hennar þögðum við lengi þar til maðurinn minn sagði....."þessi hjón eiga ekki eftir að lifa lengi".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband