Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.2.2008 | 15:20
Svo þreytt á því að vera þreytt
Það er einhver "lægð" yfir höfðinu þessa dagana. Ég, hin orkumikla heilsufrík nenni ekki neinu og get faktískt ekki hætt að hugsa um rúmið mitt....mmmmmmmmmmmmmmmmm. Mig langar bara til að sofa....oj en leiðinlegt.
Karakterinn minn, hinn orkumikli er í andstöðu við eitthvert letiblóð sem hefur lætt sér inn í heilann á mér. Sú innri barátta sem nú togast á í mér líkist kannski helst þeirri sem SMJAGALLINN í THE LORD OF THE RINGS átti við sjálfan sig.....spurning um að taka þessa aðferð til fyrirmyndar?
13.2.2008 | 09:40
Again...and again
...og hvergi kemur fram hvenær framkvæmdir hefjist......
Þar sem þessi framkvæmd er nú ekki einu sinni á áætlun samgöngunefndar Alþingis verður það væntanlega ekki fyrr en árið 2018.
Skrýtið að það skyldi ekki koma fram í fréttinni....en kostnaðinum er náttúrulega slegið upp í fyrirsögn.
En einkennandi fyrir peningalega-hugsjónamiðaða-blaðamennsku.
Mislæg gatnamót á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 10:43
ding dong dong ding ding dong - ég skil ekki orð af því sem þú segir!
Setti hann Georg Bjarnfreðarson í símann minn í gær sem hringitón.
Mér fannst þetta alveg frábært atriði í Næturvaktinni þar sem það lýsti svo vel forpokuðum og fordómafullum Íslendingi. Ég stillti símann á hæsta til að heyra nú örugglega í þessari frábæru hringingu!
Svo gerðist það að ég er í búningsklefa einum út í bæ og bróðir minn hringir frá Danmörku. Þétt við hliðina á mér voru tvær stúlkur, íslenskar af erlendu bergi brotnar.....og síminn glymur:
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
og ég leitaði í örvæntingu að símanum.......sem hélt enn að glymja í eyru hinna íslensku útlendinga sem stóðu svo þétt upp við mig í búningsklefanum:
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
DING DONG DONG DING DING DONG - ÉG SKIL EKKi ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR!!!!
Satt að segja skammaðist ég mín svo mikið mér leið einmitt öfugt við það sem ég upplifði í upphafi - eins og forpokuðum og fordómafullum Íslendingi......að ég er alvarlega að hugsa um að taka þessa hringingu út....
11.2.2008 | 11:23
Dauðabréfið.....
Kæru vinir!
Þetta gæti orðið mitt síðasta blogg. Ég deletaði nefnilega keðjubréfi sem var með alls 3 mismunandi hótunum um hvernig ég eða mínir nánustu gætu dáið eða örkumlast ef ég sendi það ekki áfram til fleiri en fimm manns.
Lifið heil
kveðja,
Guðrún
8.2.2008 | 14:41
Loksins föstudagur - Clubbed to Death
Mig langaði til að deila uppáhaldslagi mínu til 9 ára. Yfirleitt fæ ég leið á lögum eftir x langan tíma en þetta bara batnar....Myndbandið er hrein snilld....sumir fara áfram og aðrir aftur á bak....
Svona í tilefni þess að það er föstudagur setti ég það hér inn:
7.2.2008 | 14:04
Þakkir til barnaverndarnefndar
Furðulegir viðskiptahættir að tíma ekki að gefa börnum nammi. Þetta eru viðskiptavinir framtíðarinnar og börn viðskiptavina nútímans. Ég hugsa alltaf hlýlega til þeirra fyrirtækja og stofnana sem gefa syni mínum gotterí á Öskudaginn. Börnin muna eftir þeim fyrirtækjum sem eru örlát og þau gleyma aldrei þeim fyrirtækjum sem skapa sér óvild með nísku - plús: er þetta ekki rekstrarkostnaður sem er frádráttabær frá skatti?
Þetta er eflaust hin ódýrasta auglýsing og auðveld leið fyrir fyrirtækin að afla sér viðskiptavildar og viðskiptatryggðar. En sumir búðareigendur virðast ekki vera með meira viðskiptavit en það að bola krökkunum í burtu. Önnur eru tær snilld - eins og 11-11 í Skipholti sem var afar örlátt.
En einhver fyrirtæki voru búin að setja út miða "Allt nammi búið" áður en þeir opnuðu....hvað er það?
Svo eru önnur fyrirtæki sem vísa börnum til annarra fyrirtækja til að sníkja nammi......eins og bakaríið í Skipholtinu sem vísaði stráknum mínum á barnaverndarnefnd......
Hann fór nú þangað og fékk nammi í poka......og kann ég þeim kærar þakkir fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 13:38
Alvöru herþjálfun
Í hádeginu í gær frétti ég út í bæ að Boot Camp tíminn í dag yrði erfiður. "Þú átt ekki von á góðu" voru í reynd orðin sem sögð voru.
Af skyldurækni einni saman fór mér strax að kvíða hvað biði mín síðar um daginn en hristi það svo af mér og hugsaði með mér að þetta yrði ekkert mál enda búin að vera í Boot Camp of lengi til þess að fara að velta mér upp úr þessu....málið var að manneskjan sem lét þessi orð falla er búin að vera lengur en ég.....
Svo mætti ég og heyrði lætin strax fyrir utan - hrópin og köllin í þjálfurunum!
Þetta reyndist ótrúlega erfið en skemmtileg æfing. Hver og einn var með sandpoka á hlaupum, spretta, upp og niður stigann, skríðandi undir allar róðravélarnar með sandpokana, hoppandi yfir kassa sem voru 1,5m og svo í búrið þar sem sandpokinn átti að fara yfir slánna en ég undir....og ég gæti haldið áfram endalaust.....
Þetta var SVOOOOOOOO SKEMMMMMTILEGT ÉG GAT MIKLU MEIRA EN ÉG HÉLT OG STÓÐ MIG BARA STÓRVEL ÞÓ ÉG SEGI SJÁLF FRÁ!!!
MOTTÓIÐ ER: SURPRISE YOURSELF
5.2.2008 | 15:07
Verka Serduchka - Evróvision og Völva Vikunnar
Ég hefði viljað sjá Verku litlu vinna þetta í fyrra, enda um snilldarlag og performance að ræða.
Við þurfum að senda svona lag....eitthvað grípandi og skemmtilegt og hætta að taka okkur svona alvarlega. Völva Vikunnar spáir okkur þó góðu gengi í ár og segir að við munum senda óvenjulegt lag út.......það er sem sagt von einhvers staðar þarna úti.
http://www.youtube.com/watch?v=qI_MyLHklis
mummumu russki!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 15:21
feita-bollu-sprengju-mæling
Fannst ég vera að grennast sl. föstudag - þannig að ég át eins og svín alla helgina. Maður má nú ekki grennast of mikið....nei, nei.
Svo er bolludagur í dag og sprengidagur á morgun. Ef ég þekki son minn rétt verður komið með fullan Hagkaupspoka af nammi á miðvikudag.
Ætli það sé svo ekki tilvalið að fara í fitumælingu á fimmtudag
1.2.2008 | 10:36
Ósmekklegar mjólkurauglýsingar
Ég skil ekki þessar mjólkurauglýsingar sem sýna veiklulegt, aldrað fólk lýsa því að það drekki ekki mjólk. Í þokkabót er það látið vera sérstaklega ómyndarlegt.
Er fólk sem drekkur ekki kúamjólk veiklulegt, aldrað og ómyndarlegt?
Á þetta að vera hræðsluáróður? Svona hótun um að ef maður drekki ekki mjólk þá verði maður svona?
Á þessi auglýsing að fá mig til þess að langa að drekka mjólk?
Það er ekki að virka fyrir mig....mér býður meir við henni en áður
En kalkið mitt, fyrir beinin mín og tennurnar fæ ég úr grænmetinu mínu.....namminamm....
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar