Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tilraun: Ég sendi knús út í heima og geima....

.....skildi það koma aftur til mín? Virkar þetta "what goes around comes around"?

 

Tékkum á því.

 

Knús til allra Wink


Ég auglýsi eftir kóreansku veitingahúsi!

Það vantar alveg hérna! Maturinn er ekki bara hollur, fjölbreyttur og bragðgóður heldur svo ólíkur öllu öðru sem er í boði.

Hér í fákeppninni eru veitingahúsin alveg eins og íslenskt sushi ekki nógu gott - vantar eitthvað í hrísgrjónin.

Getur ekki einhver hér sett á laggirnar kóreanskt veitingahús?

Ég skal vera fastagesturSmilenamminamm


Tommy Lee, fyrrverandi og íslensku pimparnir

Ég er bara ekki að ná þessu set up-i. Af fréttum að dæma bjóst fólk við að hann myndi sofa hjá fullt af konum á Íslandi þannig að einhverjir íslenskir gaurar gera eins og allir aðrir myndu gera: nota útjaskaða hugmynd um að fylla staðinn af sætum stelpum - örugglega aldrei verið gert áður!

Einhvern veginn fannst mér það undirliggjandi að þeir væru að vonast þá eftir því að einhverjar stelpurnar myndu vilja sofa hjá þessum manni.

Er það ekki nokkurs konar pimp?

Svo til að kóróna allt saman þá fylla þeir staðina af stelpum sem líkjast ekki bara fyrrverandi eiginkonu Tommy Lees heldur eru klæddar eins og hún í einhverri kvikmynd!

Síðan hvenær hefur það virkað á fólk að koma þvi saman við annað fólk sem líkist fyrrverandi mökum þess?

HALLÓ!


mbl.is Tommy fúlsaði við brennivínsstaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Féllum við fyrir bragði smjörklípu-aðferðarinnar?

Smá samsæriskenning:

Davíð Oddsson, meistari smjörklípuaðferðarinnar, lendir í vandræðum vegna sonar síns sbr. dómaramál.

Davíð Oddsson, í vandræðum, hittir plottarameistara á fundi þar sem ákveðið er að koma af stað stjórnarskiptum í borginni til þess að beina kastljósi fjölmiðla og almennings frá Þorsteini Davíðssyni að stjórnarfíaskóinu í borginni.

Niðurstaðan er eftirfarandi:

Fjölmiðlarnir runnu til í smjörsósunni og flutu niður í ráðhús. Á leiðinni fengu þeir allri höfuðhögg og urðu fyrir óheyrilegu minnistapi. Dómaramálið hvarf í smjörið sem svo var hreinsað upp af starfsmönnum borgarinnar. 

 

 


Af net-misnotkun barna og net-klámi barna

Síðastliðna viku hefur mikið gengið á í netheimum barna í kringum mig. Um er að ræða 12-13 ára gömul börn sem bæði blogga og nota msn-ið mikið.

Það vill svo til að ég á son og stjúpdóttur á þessum aldri. Búa þau í sitthvorum bæjarhlutanum. Stjúpdóttir mín, sem er við það að springa út í ótrúlega fallegt blóm og er á viðkvæmum aldri, loggaði sig inn á msn-ið eitt kvöldið og á innan við 10 sekúndur kom einhver vala_fallega@hotmail.com og skellti framan í stjúpdóttur mína ógeðslegum sögum um þá síðarnefndu á afar nastý hátt. Henni var greinilega skemmt enda var um sögu af þeirri gerðinni að það myndi eyðileggja svona næstu tíu ár fyrir stjúpdóttur minni. Sumar sögur fylgja krökkum fram á fullorðinsár.

Ekki bara að þetta væri ljótt og ósatt heldur hélt þessi vala_fallega fram að sonur minn hefði dreift þessum sögum út á msn-ið.

Hinn elskandi pabbi, maðurinn minn og stjúpi sonar míns, brást við eins og algert pabba-alfa male og gekk mikið á innan veggja heimilisins. Sonurinn sór og lofaði að hafa aldrei skrifað svona vibba enda hafði hann eingöngu farið inn á msnið þann daginn og sat þá stjúpdóttirinn við hliðina á honum á meðan. Og hefði hann hefði sagt svona ógeðslegt í gær inn á msn-inu afhverju ætti þá þessi vala_fallega að bíða með það í sólahring?

Við hjónin settum strákinn strax í sóttkví frá tölvunni og logguðum okkur inn á msn-ið til að athuga "message history". Um leið komu krakkar strax inn á msnið hjá stráknum og spurðu hvort hann ættir systir sem héti X og væri svona og hinsegin.......ha,ha,ha,.....

Sagan var komin út um allt höfuðborgarsvæðið  - þessi vala_fallega@hotmail.com - var búin að stinga bæði börnin í bakið og í eigin vanlíðan (vona ég þar sem ég trúi ekki að börn séu illa innrætt) dreift og logið sögum um stjúpdóttir mína. 

Það er ekkert hægt að gera. Hvorugt barnanna veit hver þessi manneskja er - en eru samt með hana á listanum sínum. Okkur brá náttúrulega við það....enda búin að lesa yfir krökkunum pistilinn með ókunnuga á netinu.....kræst hvað við fullorðna fólkið erum saklaus eitthvað

Það virðist einhver metingur vera um hversu margir eru á msn listanum! Þannig að þau adda þessum og hinum inn á msn ið sitt til þess að hafa sem flesta inn á.

Og þegar maður spyr hversu marga þau þekkja og hafa hitt þá eru það bara brot af þeim sem eru inná. En þau segjast nú samt þekkja alla!

Þannig gæti ég, sem perri, beðið eitthvað tólf ára barn út í bæ um að adda mér sem Gunnusætu96@hotmail.com eða eitthvað álíka gáfulegt, og þóst vera 12 ára. Svo gæti ég beðið msn vininn um að adda mér við vini sína....þannig að X "þekkir" mig og vinir hans treysta honum að ég sé sko alveg gunnasæta - líklega fædd 96......

Conceptið að þekkja hjá 12 ára krökkum nær ekki lengra en þetta. Ef Siggi í bekknum hefur tjattað við mig á msn inu þá þekkir hann mig! Og ef hinir adda mér þá er ég "vinkona" hans Sigga - svona ef einhver fullorðin spyr.......

Það sem veldur mér líka áhyggjum eru myndirnar sem krakkarnir taka af sér og pósta út á netið.

Því miður er ég þó aðallega að tala um stelpur - en þær virðast ekki átta sig á því hvað þær eru að gera.

Í vikunni fékk ég sendann link inn á síðu, sem ég átta mig ekki á til hvers hún er.......

Á síðunni eru haugur nektarmynda og klámmynda af stelpum á aldrinum 12 og upp úr - ég get ekki betur séð en um íslenskar stelpur sé að ræða. Þessi síða tengist þessu MORFIS sem nú hefur snúist upp í HEÓ eða HVER ER ÓGEÐSLEGASTUR.

Sumum stelpum finnst gaman að láta taka af sér myndum inn í svefnherberginu sínu, allsberum, eða með brjóstin ber, útglenntum eða í klámfengnum stellingum.

Þær treysta greinilega þeim sem er á bakvið myndavélina.......því ég efast um að þær sjálfar hafi póstað þessum myndum út.

Það er ekki laust við að við foreldrar séum gjörsamlega meðvitundarlaus þegar kemur að hvað börnin okkar gera bak við luktar dyr eða í gistingum hjá hver öðru.

Spurning hvað þarf til að vekja okkur af prinsessublundinum? 

 

 


Glitnir: vinsamlegast ekki senda svona rusl á heimilið mitt!!!!

Þessi banki er með ólíkindum. Maðurinn minn hefur verið í viðskiptum við þennan banka í 20 ár og hefur framfleytt honum vel með skuldum sem hann hefur greitt samviskusamlega af. Ætli hann hafi ekki haldið uppi nokkrum starfsmönnum í gegnum tíðina. Svo bættist ég við og jók peningana fyrir bankann minn, sem hækkar vextina samviskusamlega og tryggir sig bak og fyrir með verðtryggingum og skuldbindingum og svo framvegis.

Glitnir hefur svo undanfarin ár verið með jóladagatal fyrir viðskiptavini sína. Við höfum aldrei unnið neitt og vitum ekki um neinn sem hefur unnið neitt þar. Það var því í gríni sem maðurinn minn skrifar bréf til æðstustrumpa fyrirtækisins Glitnis og kvartar undan því að vinna aldrei neitt og fá aldrei neitt frá bankanum. Það er nefnilega eitthvað sem heitir viðskiptatryggð - en Glitnir Bank hefur greinilega aldrei heyrt um það.  Viðskiptatryggð felur í sér að ódýrara sé fyrir bankann og fyrirtæki almennt, að halda í viðskiptavinina en að öðlast nýja. Hann þarf nefnilega að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í að afla sér ímyndar, traust og trúverðugleika til þess að fá nýja viðskiptavini.

Jæja, æðstistrumpurinn svarar....ég man ekki hvað hún heitir, og talar um jólaglaðning sem allir fái frá Glitni. EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞENNAN JÓLAGLAÐNING EITTHVAÐ? JÁRNRUSL Í BANDI! OG SORPA AÐ BIÐJA LANDSMENN UM AÐ SKILA GJÖFUM FREKAR EN AÐ HENDA!  

Við bentum henni á að við værum ekki að sækjast eftir slíku rusli en hún sendi þá bréfið áfram á nokkra ekki-eins-háttsetta og svo á útibússtjórann okkar. Þá, frá þeirri mínútu vissum við að ekkert myndi gerast enda er sá útibússtjóri einn ósveigjanlegasta manneskja sem ég hef fyrir hitt. Um leið og maður minnist á að fá lægri vexti....kannski 0,5% lækkun?....krossleggur hún hendurnar og sperrir axlir upp að eyrum og segir nei......kræst.

Og sú varð raunin......hún sendi síðan tölvupóst þar sem hún taldi upp þau lán og kjör sem við höfum hjá Glitni!!!

Kræst í öðru veldi - döh - auðvitað vitum við alveg hvað við erum með nú þegar hjá Glitni!!! HALLÓ!

Þar við sat - útibússtjórinn bauð EKKERT og æðstustrumparnir létu hanna rusl fyrir vaxtagreiðslurnar mínar og sendu mér svo ég gæti bætt á störf starfsmanna SORPU sem eru að kafna úr rusli nú þegar......ég ætla að skipta um banka - ekki spurning!


Er tjáningafrelsið sýndarveruleiki?

Er greinilega í essinu mínu, er að undirbúa mig fyrir próf og með þursabit í bakinu eins og gamall húsasmiður. Sit hér bryð verkjalyf og er sloj vegna þeirra, drekk kaffi á þykkt við próteindrykk til þess að krossa það og ná einbeitningu ofan í lyfin....góður kokteill - eða þannig.

Í öllu þessu lyfja-kaffi-prófastressbrjálaði fór ég að pæla hvort það væri skynsamlegt að vera með gagnrýnis-blogg á Íslandi þar sem maður er eiginlega að bíta hendina sem fæðir mann. Let me explain. Sko ef ég gagnrýni Baug þá takmarka ég væntanlega möguleika mína á því að fá vinnu á Íslandi.....Baugur á jú svo mikið af fyrirtækjum. Ef maður gagnrýnir flugleiði (eins og ég hef nú gert) þá tengist það FL group sem á í exista og exista á í fl group og blablabla.....allt sefur þetta saman. Ef maður gagnrýnir einn þá gagnrýnir maður alla. Og ef eitthvað er kunna Íslendingar illa að taka gagnrýni sbr. í hver skipti sem Standard og Poor gefa frá sér skýrslu sem er ekki Jólaknús Par Excellance þá er það skýrt með því að þeir viti svo lítið um Ísland og viti ekkert hvað er að gerast hér og skilja ekki markaðinn og svo framvegis. Látum það vera hver viðbrögðin eru þegar Standard og Poor gefa góða einkunn.

Já og svo Baunarnir sem kvarta og kveina yfir íslenskum fyrirtækjum. Þeir eru öfundsjúkir og gamlir nýlenduherrar þola ekki velgengni gamalla nýlenduþjóða.   

En bottom linið er að ef málfrelsi mitt takmarkar tjáningafrelsi mitt og tækifærum til framfærslu er spurning hvort tjáningarfrelsi á Íslandi sé sýndarveruleiki? 


Óborganleg tilsvör afgreiðslufólks

Ekki veit ég hvað gerðist með tiltekinn aldurshóp í okkar samfélagi en eitthvað virðist vanta í minniskubbinn hjá þeim. Þannig hafa þau (krakkarnir á aldurbilinu 16-20 ára) skapað rými fyrir óendanlega uppsprettu brandara hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni. Hér á eftir fara nokkrar frábærar sögur um samskipti annarra samfélagsþegna við nokkra einstaklinga úr þessum aldurshóp:

Hagkaup í Smáralind: Ég spurði kassastrákinn hvort nýtt kortatímabil væri komið og hann svaraði því að "allavega virka gömlu kortin ennþá"!

Byko: Ég stoppaði afgreiðslustúlku, sem labbaði um dreymandi á svip, í málningavörudeildinni og bað um aðstoð. Hún svaraði "það var einhver hér að afgreiða í málingunni hérna áðan. En nú er hann farinn" sagði hún og gekk dreymandi í burtu.

Byko: Fór að láta smíða lykla. Gullfalleg stúlka situr á bakvið borðið í kapal í tölvunni. Ég hósta - engin viðbrögð. Ég segi "góðan daginn" - enginn viðbrögð þannig að ég spyr "ertu að vinna hérna". Stelpan horfir í skjáinn og segir "já, já" og heldur spennt áfram í kaplinum. Ég fór svo bara í Húsasmiðjuna. 

Heyrði þessa sögu: inn á kaffistofu í stórmarkaði setur fertugur starfsmaður uppþvottavélina í gang svo starfsfólkið fá nú hreina diska og hnífapör og svoleiðis fyrir kaffitímann. Ljósið á uppþvottavélinni sýnir glös og er það merki um að hún sé í gangi. Ung stúlka gengur inn og gapir á uppþvottavélina og spyr hvort hin hafi sett hana í gang. Hin svara því játandi og stelpugreyið andvarpar "oh, þá verða bara glösin hrein".

Byko aftur: Bað um tvær hillur í skáp af tiltekinni stærð. Starfsmaðurinn, ungur piltur segir kotroskinn "það þarf nú enga háskólagráðu til þess að finna stærðina og lét mig hafa hillur sem voru 10 cm of stuttar.......

Heyrði þessa: Húsasmiðjan í nóvember: Fólk að byggja gekk inn og bað ungan pilt um sólbekki. Hann hló að þeim eins og þau væru hálvitar og sagði "sólbekkir eru aðeins seldir á sumrin".

 

já þetta eru svona legally blonds í okkar samfélagi....algerir gullmolar. 


Hvað gerir Gibbon api þegar honum leiðist?

togar í eyrun á tígra litla!

Það verður seint tekið af þeim að vera skemmtilegt dýr.....alger hrekkjusvínLoL

 

http://www.youtube.com/watch?v=vZn1ZgwJ9DE


Café Slubbu-Hori

Fór á Café Condidori á Suðurlandsbraut um helgina. Þetta var neyð því ég hef heyrt svo slæmt af þessum stað s.s. kaffi sem verður kalt um leið, nánasarleg kaffiskömmtum, léleg þjónusta og okurverð fyrir lélega vöru.

En þar sem ekkert annað var í nágrenninu ákvað ég að fara og ná mér í tvo kaffi latte - það gæti varla verið svo flókið.....eða hvað? En jú það tók reyndar hálftíma að fá kaffibollana tvo. Ég bað um einn soyalatte og annan venjulegan. En stelpugreyið sem var að afgreiða á kassanum kunni lítið á hann - sem segir allt sem segja þarf um þá sem reka staðinn. Þeir eru greinilega of nískir til þess að þjálfa starfsfólkið sitt.....

Kaffið var kalt og froðulaust. Ekki var hægt að sjá eða finna mun á því hvor bollinn væri með soyamjólk. Vonsvikin rétti ég fram kortið til að borga enda orðin ansi þreytt og pirruð á því að bíða og bíða eftir að fá að borga og horfa upp á pirraða kúnna og hrædda afgreiðslustúlku sem kunni ekki á kassann - vegna þess að henni hafði ekki verið kennt á hann.

Um það leiti sem ég rétti fram kortið til þess að greiða fyrir eitthvað kaffi-latte-líki, varð mér litið á bakvið þar sem bakarinn stóð og var að borða brauð.  Undir brauðmolunum sem féllu niður af vörum bakarans var borð, smekkfullt af deigi sem beið baksturs........með matarmolum bakarans ætlast Kaffi Slubbu-hori að maður borgi dýrum dómum fyrir vörur þeirra.....hann hefði alveg eins klórað sér í rassinum og haldið áfram að hnoða deigið.

Þetta er örugg leið til að losa sig við kúnna og starfsfólk - og auka þar með kostnað og minnka innkomu......pottþétt leið til að verða gjaldþrota.....

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband