Óborganleg tilsvör afgreiðslufólks

Ekki veit ég hvað gerðist með tiltekinn aldurshóp í okkar samfélagi en eitthvað virðist vanta í minniskubbinn hjá þeim. Þannig hafa þau (krakkarnir á aldurbilinu 16-20 ára) skapað rými fyrir óendanlega uppsprettu brandara hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni. Hér á eftir fara nokkrar frábærar sögur um samskipti annarra samfélagsþegna við nokkra einstaklinga úr þessum aldurshóp:

Hagkaup í Smáralind: Ég spurði kassastrákinn hvort nýtt kortatímabil væri komið og hann svaraði því að "allavega virka gömlu kortin ennþá"!

Byko: Ég stoppaði afgreiðslustúlku, sem labbaði um dreymandi á svip, í málningavörudeildinni og bað um aðstoð. Hún svaraði "það var einhver hér að afgreiða í málingunni hérna áðan. En nú er hann farinn" sagði hún og gekk dreymandi í burtu.

Byko: Fór að láta smíða lykla. Gullfalleg stúlka situr á bakvið borðið í kapal í tölvunni. Ég hósta - engin viðbrögð. Ég segi "góðan daginn" - enginn viðbrögð þannig að ég spyr "ertu að vinna hérna". Stelpan horfir í skjáinn og segir "já, já" og heldur spennt áfram í kaplinum. Ég fór svo bara í Húsasmiðjuna. 

Heyrði þessa sögu: inn á kaffistofu í stórmarkaði setur fertugur starfsmaður uppþvottavélina í gang svo starfsfólkið fá nú hreina diska og hnífapör og svoleiðis fyrir kaffitímann. Ljósið á uppþvottavélinni sýnir glös og er það merki um að hún sé í gangi. Ung stúlka gengur inn og gapir á uppþvottavélina og spyr hvort hin hafi sett hana í gang. Hin svara því játandi og stelpugreyið andvarpar "oh, þá verða bara glösin hrein".

Byko aftur: Bað um tvær hillur í skáp af tiltekinni stærð. Starfsmaðurinn, ungur piltur segir kotroskinn "það þarf nú enga háskólagráðu til þess að finna stærðina og lét mig hafa hillur sem voru 10 cm of stuttar.......

Heyrði þessa: Húsasmiðjan í nóvember: Fólk að byggja gekk inn og bað ungan pilt um sólbekki. Hann hló að þeim eins og þau væru hálvitar og sagði "sólbekkir eru aðeins seldir á sumrin".

 

já þetta eru svona legally blonds í okkar samfélagi....algerir gullmolar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1171

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband