Café Slubbu-Hori

Fór á Café Condidori á Suðurlandsbraut um helgina. Þetta var neyð því ég hef heyrt svo slæmt af þessum stað s.s. kaffi sem verður kalt um leið, nánasarleg kaffiskömmtum, léleg þjónusta og okurverð fyrir lélega vöru.

En þar sem ekkert annað var í nágrenninu ákvað ég að fara og ná mér í tvo kaffi latte - það gæti varla verið svo flókið.....eða hvað? En jú það tók reyndar hálftíma að fá kaffibollana tvo. Ég bað um einn soyalatte og annan venjulegan. En stelpugreyið sem var að afgreiða á kassanum kunni lítið á hann - sem segir allt sem segja þarf um þá sem reka staðinn. Þeir eru greinilega of nískir til þess að þjálfa starfsfólkið sitt.....

Kaffið var kalt og froðulaust. Ekki var hægt að sjá eða finna mun á því hvor bollinn væri með soyamjólk. Vonsvikin rétti ég fram kortið til að borga enda orðin ansi þreytt og pirruð á því að bíða og bíða eftir að fá að borga og horfa upp á pirraða kúnna og hrædda afgreiðslustúlku sem kunni ekki á kassann - vegna þess að henni hafði ekki verið kennt á hann.

Um það leiti sem ég rétti fram kortið til þess að greiða fyrir eitthvað kaffi-latte-líki, varð mér litið á bakvið þar sem bakarinn stóð og var að borða brauð.  Undir brauðmolunum sem féllu niður af vörum bakarans var borð, smekkfullt af deigi sem beið baksturs........með matarmolum bakarans ætlast Kaffi Slubbu-hori að maður borgi dýrum dómum fyrir vörur þeirra.....hann hefði alveg eins klórað sér í rassinum og haldið áfram að hnoða deigið.

Þetta er örugg leið til að losa sig við kúnna og starfsfólk - og auka þar með kostnað og minnka innkomu......pottþétt leið til að verða gjaldþrota.....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Guðrún.er þetta ekki við hliðina á Aski ?

Halldór Jónsson, 5.10.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Burt séð frá meintri kaffistofu, þá er það auðvitað glæpur að drekka kaffi með soyamjólk....eða bara mjólk almennt!  

Ég bið þig svo að kynna þér Y-regluna í stafsetningu systir góð...eða er það sistir góð???

Um það leiti : Þú fyrirgefur en þetta er ljótt!  Gery samt ráð firir þvý að þú hafyr skryfað þetta ý mykylli bræðy og gleimt þér!

Guðmundur Björn, 5.10.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1171

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband