Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.2.2007 | 12:33
Sjúkdómatryggingar og skilmálar
Fyrir nokkru hringdi tryggingafélag í mig og bauð mér að líf- og sjúkdómatryggja mig hjá þeim þar sem allar aðrar tryggingar voru og eru hjá þeim. Þeir töldu það hagkvæmara að sameina allt dótaríið. Ég bað þá um að senda mér tryggingaskilmála og ég skildi skoða þetta.
Þegar ég fór að lesa þá og skoða allt það sem þar er EKKI skrifað gat ég ekki betur séð en að til þess að fá eitthvað ef ég veikist þarf ég að hafa verið alvarlega veik það lengi að skuldir mínar væru komnar í það mikil vanskil að sjúkdómatryggingin væri aðeins fyrir dráttarvöxtunum.
Maður þarf nefnilega að vera orðin svo veikur að maður getur ekki einu sinni haldið uppi samræðum né farið á klósett eða matast sjálfur til þess að fá sjúkdómatrygginguna. Til þess að fá hana greidda þarf ég að vera orðin grænmeti, tengd í öndunarvél með sondu og bleyju. Og til hvers er þessi sjúkdómatrygging þá?
Gamla tryggingin mín kóverar hins vegar allt. Ég var ein af þeim sem var nógu sniðug að halda í mína gömlu tryggingu þar sem talsvert mildari skilmálar eru....eða kannski mannlegri?
2.2.2007 | 15:25
Humrar og konur á íslenskum vinnumarkaði
Einu sinni heyrði ég sögu um viðbrögð lifandi humra er þeir eru settir í pott með sjóðandi vatni.
Karlhumrarnir hjálpa hver öðrum með skipulagi og skynsemi að komast upp úr pottinum en kvenhumrarnir reyna að aftra hinum að komast áfram ef þeir sjá ekki fram á að geta það sjálfir. Þannig er garenterað að enginn sleppur lifandi......
Mér finnst þessi lýsing nokkuð góð af ríkjandi umhverfi af íslenskum vinnumarkaði. Karlarnir hjálpast að en konurnar reyna að rífa hver aðra niður.
Sama hvað ég hef sagt áður um að konur séu ekki konum verstar - dreg ég það til baka....amk um ómenntaðar konur - þær margar hverjar haga sér eins og kvenhumrar.
30.1.2007 | 09:40
Að kjósa tilfinningalega
Gaman að sjá að nokkrir þingmenn eru að beita sér fyrir því að færa niður kosningaaldurinn. Rökin með og á móti eru góð og gild en eitt hnaut ég um og það voru þau rök að hætta væri á að 16-18 ára börn gætu átt það til að kjósa tilfinningalega vegna hugsanlegs vanþroska.
Gott og vel en ég veit ekki betur en tilfinningagreind fullorðins fólks sé upp og ofan. Ef þetta væru fullgild rök ætti að setja alla í tilfinningagreindapróf og þeir sem stæðust það ættu möguleika á að útdeila atkvæði sínu.
Sumir fullorðnir kjósa sama flokkinn áratuginn saman af vana eða þrjósku og skiptir þá engu hver leiðir hann eða hvaða málefni eru á dagskrá.
Sumir fullorðnir kjósa vegna þess að flokkarnir lofa einhverju - þrátt fyrir að þekkt sé í pólitík að eftir kosningar "verður að gefa eftir í stjórnarsambandinu" (eins og Björn Ingi orðaði það sl. vor) og loforðin fjúka út um gluggann.
Ætli það lýsi ekki bara bágri tilfinningagreind, vanþroska og vitsmunarlegum bágindum að maður hlusti á þetta lið og kjósi yfirhöfuð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 09:15
Sirkussýningar Frjálslyndra
Aldrei á minni ævi hef ég orðið vitni að jafn ítalskri kosningu eins og um helgina. Ég tek það fram að ég er hlutlaus í þessu máli þó ég hafi skoðanir á því sem fram kemur í fjölmiðlum.
Afhverju talar þetta fólk ekki saman? Afhverju tala Margrét og Jón ekki saman? Hverskonar sandkassaleikur er þetta?
Aftur og aftur hafa komið fram einstaklingar í sjónvarpi sem hafa farið í hár saman í fjölmiðlum og svo þegar þeir setjast saman niður í Kastljósi þá kemur í ljós að fólkið hefur ekki talað saman og verið að misskilja hvert annað allan tíman?
Ég verð að taka undir með Magnúsi Þór Hafsteinssyni - Margrét er með þráhyggju gagnvart Nýju Afli og þeim fjórum aðilum sem þar voru á laugardaginn. Hún virðist vilja leysa ágreininginn í gegnum fjölmiðla í stað þess að setjast niður og ræða málin við rétta aðila.
Afhverju er verið að eyða tíma almennings í þessa þvælu?
Og ef Nonni Magg er svona vondur þá hlýtur það að koma í ljós fyrr en seinna....en við þurfum bara að fá að sjá það sjálf!
Svona tal endalaust grefur bara undan Margréti sem að mínu mati er annars mjög frambærilegur stjórnmálamaður......plís gif it a breik....
23.1.2007 | 12:58
Tekin - Að Eilífu Amen
Jæja, nú er útséð með það að skattalækkanirnar hafa svo til núllast með hækkunum heildsala að undanförnu. Reyndar ef maður skoðar töfluna á heimasíðu Neytendasamtakanna sést að sælgæti og kökur eru að hækka mest.
Mikið rosalega finnst mér undarlegt að allt þetta fólk skuli hækka akkúrat núna í sama mánuðinum.....
Allir gefa upp svipaðar sér-íslensk-staðlaðar skýringar á hækkununum.....launahækkanir og gengisbreytingar ofl.
En það er orðið svolítið langt síðan launaskriðið hófst og ekki síst hefur gengið verið á fleygiferð undanfarið ár......enda once again...ekki var lækkað svo glatt er gengið lækkaði og er það ekkert svo hátt amk gengi Evru og dollars.
Kæru Íslendingar - ef einhver er að lesa þetta. Hvernig væri nú að standa saman einu sinni og láta ekki taka sig í þið vitið hvað.
Ekki versla þessar vörur - það er alveg hægt - ef við nennum því.
Það er miklu áhrifaríkara en að mæta með spjöld á eitthvert túnið og góla, vegna þess að skinkurassarnir finna fyrir því er pyngjan þyngist ekki enn frekar.
Ef við höldum áfram að versla þessar vörur þá erum við að viðurkenna og sætta okkur við þessar hækkanir á eigin kostnað og gefum þessu liði veiðileyfi á launin okkar.......
...og þar með heldur sagan áfram - að eilífu amen
17.1.2007 | 13:35
Ráðningar á Íslandi
Vissuð þið að samkvæmt úttekt sem framkvæmd hefur verið á ráðningum hérlendis eru fæstir ráðnir í gegnum ráðningamiðlanir?
Að flestir eru ráðnir í gegnum einhversskonar tengsl - vinskap eða frændsemi?
Að margir kvarta yfir ófaglegum vinnubrögðum í ráðningasamtalinu?
Að mörgum langar til þess að standa upp í ráðningasamtalinu og segja "Takk fyrir áhugavert samtal en mig langar ekki að vinna fyrir þig"?
Að við erum stödd á nýju árþúsundi?
16.1.2007 | 10:17
Er verið að hafa gamalt fólk að fíflum?
Mér finnst afar áhugavert að skoða fasteignaauglýsingar ekki síst verð fasteigna. Það sem hefur þó ætíð stungið augað er sú staðreynd að íbúðir fyrir eldri borgara eru talsvert dýrari en aðrar.
Afhverju ætti "eldri borgari" að vilja eyða ca 8-12 milljónum meira fyrir 60-70 ferm. íbúð - bara vegna þess að hún er auglýst fyrir eldri borgara?
Sumir myndu væntanlega argjúa sem svo að eitthvað öryggisdót fylgi með - kannski öryggiskall? En ekki skal gleyma því að slíkt er oft innifalið í hinum mjög svo háu hússjóðum og svo húsvörður sem virðast fylgja með í kaupunum auk þess sem raðhús eru einnig auglýst á þennan hátt og lítið um húsverði þar...
Ég dreg þá ályktun að fasteignasalar og verktakar fái dollaramerki í augun þegar þeir sjá gamalt fólk.
16.1.2007 | 09:58
Afhverju er ég ekki fyrirmyndarkúnni bankans?
Ótrúleg þessi framganga bankanna að verðlauna "góðum" kúnnum. Að auki eru "góðu" kúnnarnir flokkaðir eftir hversu "góðir" þeir eru og voru gjafirnar í samræmi við flokkunina.
Af þessum flokkunum og dilkadrætti að dæma mætti ætla að sá fjöldi Íslendinga sem heldur bönkunum uppi með laununum sínum í formi vaxta af lánum og yfirdráttum séu ekki góðir kúnnar.
Ein dæmigerð íslensk fjölskylda fer létt með að greiða mánaðarlaun jafnvel tveggjamánaðarlauna hjá starfsmanni bankans ef reiknað er með yfirdráttarláni.
Einhverja hluta vegna hélt ég að það að standa í skilum og greiða laun starfsmanna bankanna myndi flokkast undir það að vera "góður" kúnni. En nei greinilega ekki því ég fékk sent eitthvað jóla-drasl frá Glitni á bandspotta sem ég veit ekkert hvað á að gera við. Ljótara jóla-drasl finnst varla þó víða væri leitað.
Spurning um að skila þessu og fá pening í staðinn???
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar