Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Allir flokkar hafa svarað á hlidar.com

Afar áhugaverð lesning. Ég ætla ekki að fara að legga dóm á svör þeirra þó vissulega séu þau misnákvæm eða kannski frekar loðin?

Það sem blasir við er að ég snýst í hringi daglega og veit ekkert hvað ég á að kjósa.....kannski maður kasti bara upp á það í kjörklefanum eða láti barnið ráðaLoL


Til hvers eru kosningaskrifstofur?

Ég ákvað í morgun að eyða deginum í að kynna mér stefnumál flokkanna. Hef áður gert slíkt og stóð þá heimsókn á kosningaskrifstofu Sjálfstæðismanna upp úr. Það var ekki vegna þess að flokkurinn væri svo frábær eða með svo skemmtilega og áhugaverða stefnu heldur vegna afskiptaleysis frambjóðenda. Þeir höfðu greinilega engan áhuga á forvitnum og ráðvilltum kjósendum. Kannski eru atkvæði þeirra trygg og sjá þar af leiðandi ekki tilgang í að spreða orku og tíma í eitthvað pakk eins og mig og aðra kjósendur. 

Ég byrjaði daginn á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Þar var allt fullt af eldri konum með svuntur sem voru afskaplega elskulegar en því miður, ekki í framboði. Eini frambjóðandinn sem sá greinilega ástæðu til þess að mæta á skrifstofuna var Pétur Blöndal sem faldi sig á bak við tölvu og masaði í símann. Ég réðst því á kosningabæklingana í von um að finna eitthvað um stefnu flokksins. Ég hafði ekki erindi sem erfiði það eina sem ég fann voru bæklingar um frambjóðendur og listi yfir það sem þegar er búið að gera. Flokkurinn hafði eytt nokkrum línum í mjög stuttan og loðinn texta um hugsanlega framtíðarsýn.

Næst lá leiðin á skrifstofu Framsóknarflokksins. Um leið og ég gekk inn um dyrnar blasti við múgur og margmenni og mikið rætt og spekúlerað. Formaður flokksins gekk rakleiðis að okkur hjónum og tók í spaðann á okkur og bauð upp á kaffi. Við settumst niður og skoðuðum stefnumál flokksins sem eru vel framsett og skýrt að orði kveðið.

Samfylkingin var næsta fórnarlamb. Ég verð að segja að mér brá svolítið enda blasti við hópur af gömlum MH-ingum og núverandi frambjóðendum, syngjandi hástöfum eitthvað lag um Samfylkinguna. Mér leið eins og ég væri mætt á kennarasamkomu þar sem sungið er og klappað "áfram, áfram bílstjórinn". Fékk smá bjánahroll og maðurinn minn átti vægast sagt erfitt með sig en sat á stóra sínum. Settist niður og las þá bæklinga sem þar voru. Ágætisstefna en afar lítið af stefnumálum. Hins vegar ítarlegur bæklingur um stefnu flokksins í málefnum barna og ber að hrósa þeim fyrir það. Engin syngjandi frambjóðanda ræddi þó við okkur enda uppteknir að tala við hver annan.

Næst fórum við á skrifstofu Frjálslyndra. Okkur var strax boðið upp á kaffi og með því og fékk ég málefnahandbókina í hendurnar. Afar metnaðarfull handbók og vel fram sett. Magnús Þór kom strax og ræddi við okkur - sýndi áhuga á því að kjósendur væru þarna inni.

Ég hafði áður kynnt mér stefnumál Vinstri-Grænna og hafði eingöngu rekist á bæklinga sem kynna frambjóðendur og svo bók um umhverfismálin - afar metnaðarfullt. En ég fann samt ekkert um samgöngumál, velferðarmál, heilbrigðismál eða fjármál ríkisins. Þessi ferð átti að vera til að gefa þeim tækifæri til þess.  Ég gekk því inn á NASA og þar var tómt, engir frambjóðendur en okkur var nú samt boðið að vaska upp sem við afþökkuðum kurteisislega.

Eftir þessa ferð mína í dag er ljóst að hlutverk kosningaskrifstofa er afar óljós. Hjá langflestum er þetta samkundustaður fyrir frambjóðendur til að skemmta sér og þeir sem sauðast inn geta fengið sér kaffi og átt sig. Hjá einstaka  flokkum er áhugi fyrir því að það eru kjósendur sem veita þessu fólki umboð til að fara með völdin fyrir sig - og leggja líf og limi í hendur þeirra.

 

 

 

 

 


Háskólamenntaðir: hinn þögli hópur í samfélaginu

Til er þögull hópur í samfélaginu sem heitir háskólamenntaðir. Þetta er hópur fólks sem hefur atvinnu - en ekki atvinnu við hæfi, þannig að hún samræmist menntuninni.

Þessi hópur hefur sig ekki frammi vegna atvinnumálanna og get ég ómögulega reynt að túlka þessa þögn eða ástæður hennar.

Aftur á móti finnst mér afar skrítið þegar verið er að styðja við bakið á iðnaði sem krefst ómenntaðra eða iðnmenntunar þar sem þessi hópur hefur svo mikið að gera að sækja þarf vinnuafl hingað og þangað um heiminn til þess að koma öllu í verk.

Þessi iðnaður sem og nýsköpunarstuðningur ríkisins miðast við tæknimenntaða þannig að enn sitja allir hinir eftir og skilja hvorki upp né niður og hér er ástæðan.

Á þessu landi okkar er í sífellu verið að ræða um skóla, menntun og mikilvægi náms. Hér er verið að ræða nauðsyn þess að reisa háskóla um dittinn og dattinn og styðja við framþróun.

En þegar allt þetta fólk kemur úr háskóla og býr yfir verðmætri þekkingu - fær það lítinn stuðning til þess að nota hana.....sorry enga vinnu og ef þú ætlar að gera eitthvað sjálfur - sorry verður að vera eitthvað tæknilegt......

Ég legg til að við hættum þessari afneitun og förum að hlusta á þingmennina okkar.

ÞEIR VILJA OKKUR EKKI!

Eins og í Rússlandi er ekki gert ráð fyrir að háskólamenntaðir þurfi vinnu......

KOMUM BARA HREINT OG BEINT FRAM! Breytum Háskólunum okkar í tívolí OG ALLIR ERU HAPPY!

 


Jónína Bjartmarz og stúlkan frá Guatemala

Lyndon B. Johnsson sagði eitt sinn eitthvað á þá leið: What's the use having power, if you are not going to use it?

Þessi orð voru ofarlega í huga mér þegar stormurinn um stúlkuna sem fékk ríkisborgararéttinn hófst. Að mér skilst, þá getur Allsherjarnefnd Alþingis veitt útlendingum ríkisborgararétt sem hafa fengið umfjöllun hjá Útlendingastofnun (vona að ég sé að fara rétt með). Þingmenn greiða því svo atkvæði.

Ég hef í gegnum nám mitt aflað  mér talsverða upplýsinga um fólkið í Guatemala og er óhætt að segja að ég öfundi þá ekki sem þar fæðast.

Þvílík spilling, dráp, nauðganir og önnur mannréttindabrot sem þar hafa verið framin í skugga þess takmarkaða athyglis er þetta land fær hjá fjölmiðlum. 

Mannréttindabrotin sem þar eru framin eru af slíkri stærðargráðu og framin með miklu hugmyndaflugi þeirra er völdin og byssurnar hafa.

Sumt af því sem hægt væri að telja upp er ekki prenthæft.

Mitt álit er að hver sem varð til þess að veita stúlkunni íslenskan ríkisborgararétt var að bjarga einni mannsál frá hugsanlegum þjáningum, hvort sem það var Jónína, Guðrún Ögmundsdóttir, Bjarni Ben......

Ég tek ofan fyrir fólki sem hugsar og notar vald sitt til góðverka! 

 


Vísir-Vefmiðlar- "Siv strunsar framhjá sjónvarpsmyndavélinni"

Athyglisvert, afar spes í ljósi þess að aldrei svo ég viti til hefu karl verið gagnrýndur beint á ská fyrir að svara spurningum á hlaupum. Þeir hafa heldur ekki, svo ég viti, verið gagnrýndir fyrir að svara sömu spurningunum á sama hátt.......

Skyldi Vísir-Vefmiðlar láta hana gjalda fyrir það að vera kona?

Jón Baldvin og Davíð hafa allavega komist upp með þetta árum saman......það er kannski, þrátt fyrir allt, merkilegra að vera með karlkyns kynfæri - maður kemst þá upp með ýmislegt í leiðinni.

Að minnsta kosti hjá Vísir-Vefmiðlum


Vissuð þið að hljóðveggi fyrir íbúa við Miklubraut

er vonlaust að fá?

Vissuð þið að um 50 þúsund bílar fara um Miklubraut á hverjum degi?

Vissuð þið að búið er að lofa þessum hljóðveggjum fyrir löngu og framkvæmdir áttu að hefjast í janúar- já fyrir fjórum mánuðum síðan?

Vissuð þið að Miklabrautin á ekki að fara í stokk þar sem ekki er gert ráð fyrir því í samgönguáætlun Alþingis?

Það má samt reisa hljóðveggi í íbúabyggðum með lítilli bílaumferð og bora jarðgöng um Vaðlaheiði sem aðeins örfáar hræður þurfa að nota yfir árið........

Oh, hvað ég er orðin þreytt á að þurfa að berjast fyrir því að vera búsett í Reykjavík....og við þessa reykvísku stjórnmálamenn bæði á þingi sem og í borgarstjórn...

Ég auglýsi hér með eftir fleka sem er flothæfur. Hann þarf að geta rúmað nokkra feita pólitíkusa sem eiga erfitt með að þegja. Hann þarf helst að reka hratt frá landi.


HVAR ER STEFNA HINNA FLOKKANNA Í INNFLYTJENDAMÁLUM????

Allir flokkarnir eru sammála um að þörf sé á að ræða innflytjendamálin.

Allir eru þeir sammála um að ræða ekki stefnuna á nótum Frjálslyndra.

ENGINN HEFUR KYNNT STEFNU Í INNFLYTJENDAMÁLUM OG RÆÐA ÞAU MÁL ÞAR AF LEIÐANDI ALLS EKKERT!!!


Drottningaviðtöl í þágu stjórnmálamanna?

Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju viðtölin við stjórnmálamennina eru eins formleg og yfirborðskennd og þau virðast vera í fjölmiðlum. Það eru nokkrir fjölmiðlamenn sem virðast þora að "hjóla" í þá og spyrja nánar útí svör þeirra.

Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort að fjölmiðlar þori ekki að spyrja þeirra spurninga sem þörf er á..........eða að þeir séu hreinlega ekki að hlusta á endurtekningarnar í stjórnmálamönnunum sem sumir hverjir óma eins og rispaðar plötur.

Stundum hefur maður það á tilfinningunni að fjölmiðlar skilji ekki viðmælanda sinn eða að hann sé svo klár að geta á nokkrum sekúndum slegið ryki í augu þess fjölmiðlamanns er viðtalið tekur.

Svo eru tímar sem maður hreinlega hugsar með sér að um drottingaviðtöl séu að ræða, það er að viðmælandi leggur fram lista af atriðum sem ekki má spyrja út í fyrir viðtalið.

Ef svo er......afhverju fær slík manneskja að vaða uppi í fjölmiðlum yfirhöfuð?

Á slík "drottning" eitthvað erindi við almenning?


Kjörseðillinn minn og klósettpappírinn

Þá er hin svo afskaplega leiðinlega kosningaþref byrjað með tilheyrandi skítkasti og ömurlegheitum.

Almenningi er svo boðið upp á að horfa á líkt og þeir söfnuðust á torgin í Evrópu í gamla daga til að hafa gaman af og skemmta sér yfir aftökum.

Í dag er hlutverk böðulsins fljótandi og óútreiknanlegt - hver það verður veit nú engin....

Fyrir mér er hegðun stjórnmálamanna sem henda skít á lágu plani.

Fyrir mér er virði kjörseðils míns álíka mikilvægur og klósettpappír.

Kannski maður skipti um ríkisborgararétt?


Breiðavík - eru stjórnmálamennirnir ábyrgir fyrir framleiðslu afbrotamanna?

Ótrúlega sjokkerandi er málið með Breiðuvík. Þvílíkur viðbjóður sem þar hefur verið látin viðgangast undir ægivaldi starfsfólksins.

Afraksturinn er framleiðsla afbrotamanna, jaðarmanna sem lærðu útskúfun úr samfélagi manna undir verndarvæng ríkisins.

Spurning hvort fyrrverandi ráðamenn á þessum tíma séu á lífi til þess að hvítþvo sér af allri ábyrgð.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband