Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Enn eimir af fortíðardraugum hins opinbera....fólk er enn til sem "á" þær upplýsingar sem maður sækist eftir um sjálfan sig. Upplýsingar um eigið skinn. Enn eru til læknar sem eru svo litlir í sér að þeir verjast allra fregna af sjúkdómsástandi tiltekinnar manneskju og minna helst á Paris Hilton á leið í fangelsið - varðist allra fregna.....
Það væri svosem ekki frásögum færandi ef þessi "tiltekna manneskja" sem vildi fá upplýsingar um sjálfa sig hjá lækninum væri sjálfur sjúklingurinn.
Mér kemur líkami minn ekki við - ætli það. Hann er einkamál læknisins og allt sem er dregið úr honum er hans eign.
Hringdi í ríkisskattsjóra um daginn. Eftir að hafa potað í símann, að mér fannst, endalaust til að komast í þessa deild eða hina deildina svaraði þjónustufulltrúi skattsins í símann.
Hún var svo fúl að mér varð hálf óglatt í símann. Maður lendir stundum á svona fólki. Þetta er fólk sem grípur t.d. frammí fyrir manni og hrópar skipandi: "KENNITALA"!
Ég ákvað að æla ekki fyrirfram heldur gefa manneskjunni sjens og kynnti mig með þá von í hjarta að hún vildi þá kannski frekar aðstoða mig ef ég sýndi kurteisi.
Símtalið stóð einungis yfir í örfáar sekúndur:
Ég: "Sæl ég heiti Guðrún og mig vantar upplýsingar um það hvort ég skuldi ykkur 250 þúsund 1. ágúst eða hvort ég standi svotil á núlli".
Hún: "Það kemur ekki ljós fyrr en 1. ágúst".
Ég: "En þið hljótið að reikna þetta út fyrir 1. ágúst. Gæturðu nokkuð flett mér upp og skoðað þetta fyrir mig svo ég geti þá gert ráðstafanir varðandi það ef ég skulda ykkur"?
Hún: "Það kemur ekki í ljós fyrr en 1. ágúst".
Þögn
Þögn
Þögn
Þögn
Ég: "Jáhá, takk fyrir það"!
Hún: Skellti á.
Svona er'tta - alltaf til fólk sem vill poppa upp lífið og tilveruna Bara að hringja í Ríkisskattstjóra!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 12:39
Morgunkaffið með tíu dropum af biturleika blaðamanns
Það var merkilegt að lesa "heyrst hefur" dálkinn í Blaðinu í dag þar sem einhver skrítinn tónn er í umfjöllun um ummæli Ásthildar Helgadóttur um kvennalandsliðið. Það rann satt að segja ekki ljúflega með morgunkaffinu, eins og ég sem neytandi og áhugamanneskja um fréttir geri kröfu um.
Þar má greina einhvern hæðnitón eða sárindi út í Ásthildi fyrir að hafa gerst svo djörf að láta þetta út úr sér.
Þetta vekur mig til enn frekari umhugsunar um hlutleysi blaðamanna í dag. Mér hefur lengi leiðst fréttaflutningur eins fríblaðanna (thank god að ég er ekki fræg því þá yrði ég væntanlega lögð í einelti fyrir að láta þetta út úr mér). Það hefur nefnilega misst svoldið flugið og er orðin eins og blogg-fréttablað fyrir reiða og bitra blaðamenn þó enn megi lesa áhugaverðar og hlutlausar fréttir - sem betur fer í meirihluta.
Það er mín ósk að ég sem neytandi fái að vera friði frá leiðindum milli blaðamanna og fólks út í bæ sem hefur:
1) Rangar skoðanir (að mati blaðamanna)
2) Kýs að vinna á röngum vinnustað (aftur að mati blaðamanna)
3) Vogar sér að segja að stelpurnar okkar séu bestar (og aftur að mati blaðamanna)
Það eru ennfremur vinsamleg tilmæli að leyfa öðru fólki að tjá sig um mál þar sem skiptar skoðanir ríkja í stað þess blaðamenn reyni sjálfir að matreiða það ofan í blásaklausan neytandann......
maður svelgist nefnilega á þegar maður greinir biturleika og leiðindi við upphaf dags.
Ásthildur Helgadóttir: Erum besta íþróttalið á landinu eins og er" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2007 | 09:47
Er skrýtið að fólk fitni - það er sykur í nánast öllu sem við borðum!
Laxaátið virkar. Ég get staðfest það. Við hjónin prufuðum laxa- og bleikjuát 3var í viku í vetur og bumburnar runnu af eins og lýsi í niðurfalli.
Hitt er annað mál að þegar maður ætlar að taka sykur út úr fæðunni er það hægara sagt en gert. Það er sykur í kjöti, eins og kjúkling (sumum), skinku og stundum reyktum laxabitum. Það er meira að segja sykur í tómatsósu og sinnepi. Það er sykur í sumum kryddum og einhver snillingurinn selur fryst ber og ávexti í pokum og hefur stráð yfir það sykri án þess að slíkt sé tekið fram á áberandi hátt. Maður þarf að hafa fyrir því að lesa innihaldslýsingarnar til þess að vita af því.
Í innihaldslýsingum vara sem við neytum daglega felst sykurinn í ýmisskonar sýrópum. Það kæmi mér ekki á óvart að margir sem eru í baráttunni við aukakílóinn haldi að þeir borði sykur einu sinni í viku (þ.e. ef þeir hafa nammidag) en eru samt að hrúga í sig sykri óafvitandi á hverjum degi.....
Er skrýtið að fólk fitni þrátt fyrir aukna líkamsrækt?
Það sem er þó athyglisvert við laxaátið er að feitur fiskur brennir lýsið af okkur
Það er yndisleg tilhugsun enda fátt betra en fiskur, hvað þá lax. Það er þó þrautinni þyngri að finna sykurlaust meðlæti.....fyrir utan ferskt salat og eða hrísgrjón. Maður getur bara borðað svo og svo mikið af slíku fæði....
Karlar léttast hraðar ef þeir borða lax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2007 | 22:05
Norah...ó Norah
Það var mikill spenningur hjá okkur hjónum í gær er miðasalan á Noruh Jones tónleikana hófst. Maðurinn minn bókstaflega yfirspenntist og hringdi í mig, þar sem ég var í vinnunni og sagðist þá þegar hafa keypt miða í A sal á 13 bekk. Í samtalinu komst hann þó að því að hann hafði aðeins keypt einn miða en ekki tvo. Hann skellti því á og ég hófst handa við að kaupa tvo miða í A sal sem næst sviðinu, sem mér tókst.
Nokkrum sekúndum síðar hringdi kallinn sigri hrósandi og sagðist hafa náð öðrum stökum miða á sama bekk og fyrsti miðinn en ekki samliggjandi. Þá eigum við fjóra miða alla í A sal, fyrir miðju nálægt sviðinu, en aðeins tvo samliggjandi vegna yfirspennings.
Jæja, Norah er vafalítið þess virði með sína yndislegu rödd en leiðinlegt að við höfum haft miða af fólki sem eru einnig aðdáendur hennar. Mér skilst nefnilega að það sé uppselt á tónleikana.......
Við foreldrar vitum hversu erfitt það er að halda upp á afmæli barna okkar og bjóða öllum bekknum. Maður er alveg búin á því og tekur því fagnandi að afmæli sé bara einu sinni á ári. Hvernig ætli það sé þá að vera með 20-30 krakka í bekk á hverjum degi? Hvernig ætli það sé fyrir íþróttakennarana að vera með oft 40-50 krakka í leikfimitíma á hverjum degi? Hávaðinn, endurtekningarnar, hrópin til að yfirgnæfa masið í krökkunum og svo reiðir foreldrar sem ásaka kennarana um að öskra á börnin sín....
Þegar farið er á foreldrafundi, þar sem foreldrar bekkjarins eru samankomnir með kennara til að ræða málin mæðir mest á kennaranum að verja sig og störf sín. Sumir foreldrar hringja og öskra á kennarana vegna þess að þeim finnst að starfsaðferðir eigi að vera aðrar.
Um daginn var ég stödd á foreldrafundi þar sem einn faðirinn var reiður yfir súkkulaðiköku sem kennarinn hafði sagst "kannski ætla að koma með".
Agalausir krakkar ásamt reiðum og örgum foreldrum......ég myndi ekki vilja verða kennari við slíkar vinnuaðstæður fyrir eina milljón á mánuði.
Kennarar eru hetjur og þurfa hjarta úr stáli. Að mínu mati þurfa þeir langt frí til að jafna sig eftir veturinn og safna kröftum fyrir næsta vetur.
Flótti hlaupinn í kennarastéttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2007 | 09:17
Afhverju heimili niðri í bæ - afhverju ekki fyrir utan bæinn?
Það er eitt sem ég skil ekki við úrlausn þessa máls. Afhverju þarf þetta að vera niðri í bæ? Afhverju er ekki miðast við að skjóta húsaskjóli yfir ógæfufólkið annarsstaðar og koma þeim frá börunum og miðbænum yfirhöfuð? Það eru kannski meiri líkur á endurhæfingu þegar freistingarnar eru ekki hinum megin við götuna. Það er líka erfiðara þegar drykkjufélagarnir eru fjarri en ekki á næsta bar eða í næsta húsasundi.
Ég vil leggja það til að fundinn verði staður rétt út fyrir bæinn og móttaka heimilislausra geti verið niðri í bæ.
Í ósamræmi við skipulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2007 | 13:44
Bíll án handbremsu: Nokkur orð um reiðhjólaverslanir
Allar reiðhjólaverslanir selja strípuð hjól. Þeim fylgir ekki einu sinni standari. Ég þekki mann sem keypti hjól handa dóttur sinni í Erninum. Það kostaði 26.900kr. Þegar hann var búin að kaupa allan lögskyldan búnað á hjólið kostaði það upp undir 50 þúsund krónur.
Samkvæmt lögum er skylt að hjól séu svona eða hinsegin útbúin....það verður að vera hjálmur, lás, bjalla og tiltekin ljósabúnaður. En ekkert af þessu fylgir með!! Þetta þarf að kaupa sér! Spurning hvort maður myndi nokkru sinni kaupa bíl án handbremsu, ljósa og læsingar.....já og bretta .......
Mér finnst þetta ótrúleg svívirða! Minnir helst á einokunarverslun Dana....mjöl með möðkum í kaupbæti á uppsprengdu verði.
Ég vil hvetja fólk til að versla hjólin erlendis. Sömu hjól fást á minna verði hingað komin með tollum, sendingakostnaði og gjöldum.
24.5.2007 | 10:18
Ekki hreinsað þrátt fyrir sól og gott veður
Loksins er fjallað um þetta. Fólk hefur verið að tala um aukið rusl sí og æ í allan vetur. Ferðum fólks hefur fjölgað talsvert út í garð yfir vetrartímann að tína rusl eftir aðra.
En það sem ég skil ekki er að það sem af er af þessum mánuði með tilheyrandi sól og góðu veðri eru glerbrot búin að liggja á gangstéttum í Lönguhlíðinni og við göngubrúnna yfir Miklubraut við Fram-heimilið í rúmar þrjár vikur!
Ekki hefur veðrið hamlað hreinsun gangstétta.....
Vaxandi sóðaskapur í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 09:44
Hin vanrækta Reykjavík
Spennandi verður að sjá hvernig ný skipan og stefnumótun innan ráðuneyta æxlast. Ljóst er að ekkert hefur gerst í blessaða landbúnaðaráðuneytinu sl. ár þar sem stefnan hefur greinilega verið "reaction" stefna í stað "proaction" stefna. Guðni hefur eingöngu brugðist við breyttum aðstæðum og breytingum á EES löggjöfum sem hafa borist frá Brussel, klippt á borða og sagt brandara.
Það sem veldur mér hvað mestum áhyggjum er samgönguráðuneytið. Lengi vel hafa landsbyggðarþingmenn þyrpst í kringum samgöngunefndir og ráðuneytið sem sést vel á stefnumótun í samgöngumálum sem er 95% landsbyggðarmál og 5% höfuðborgarmál sem einkennast hvað helst af bútasaumsaðferð, þ.e. að fylla upp í holur hér og þar í malbiki. Helstu breytingar eru í kringum höfuðborgina - lítið inn í henni.
Það sem vekur hvað mesta furðu er að fjölmiðlafólk og þingmenn hafa æ ofan í æ tuggið á Sundarbraut en minnst talað um málefni sem snúa að innviðum og infrastrúktúr höfuðborgarinnar: Miklubrautar-og Kringlumýrarbrautarvandamálin. Þarf ekki að leysa þau ásamt hljóð- og loftmengun áður en farið er í að bora aðra hverja heiði úti á landsbyggðinni hvað þá að hleypa straumi bifreiða greiðlega inn í borgina sem svo stíflast með vanrækslu-brag þingmanna inn í borginni?
Ég vona svo sannarlega að Kristján Möller sé með öll ljós kveikt þegar hann markar nýja samgönguáætlun og setji borgina loksins í forgang.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 09:31
Euro-rembingur og sterilizering tónlistar
Austur-evrópsku þjóðirnar eru einfaldlega miklu betri en við hér í vestur-evrópu, amk þegar kemur að því að semja og performa tónlist í Eurovision.
Hæfni þeirra liggur í því að vera þau sjálf og blanda sinni þjóðlegu tónlist við Vesturlanda tónlist.
Okkar tónlist er of steril og það er performið hjá okkur líka. Við hér á Vesturlöndum er of mikið að reyna að vera "professional" og tónlistin er öll eins og þar af leiðandi leiðinlegt.
Eftir tilkomu austur-evrópulandanna í Evróvision er loksins hægt að horfa á keppnina án þess að dotta yfir sjónvarpinu. Það er helst að það gerist í dag þegar einmitt hin sterilizeruðu og einsleitu vestur-evrópsku löndin eiga míkrófóninn.
Kannski mættum við líta okkur nær og skoða þá arfleið er formæður og -feður skildu eftir sig í íslenskri tónlistagerð. Sendum popptónlist í bland við vísnasöng, harmónikku og langspil!!!
Við getum lært helling af þessum þjóðum sem í dag eru að springa út eftir áratuga kúgun og innilokun....lærum að meta það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar