Sjúkdómatryggingar og skilmálar

Fyrir nokkru hringdi tryggingafélag í mig og bauð mér að líf- og sjúkdómatryggja mig hjá þeim þar sem allar aðrar tryggingar voru og eru hjá þeim. Þeir töldu það hagkvæmara að sameina allt dótaríið. Ég bað þá um að senda mér tryggingaskilmála og ég skildi skoða þetta.

Þegar ég fór að lesa þá og skoða allt það sem þar er EKKI skrifað gat ég ekki betur séð en að til þess að fá eitthvað ef ég veikist þarf ég að hafa verið alvarlega veik það lengi að skuldir mínar væru komnar í það mikil vanskil að sjúkdómatryggingin væri aðeins fyrir dráttarvöxtunum.

Maður þarf nefnilega að vera orðin svo veikur að maður getur ekki einu sinni haldið uppi samræðum né farið á klósett eða matast sjálfur til þess að fá sjúkdómatrygginguna. Til þess að fá hana greidda þarf ég að vera orðin grænmeti, tengd í öndunarvél með sondu og bleyju. Og til hvers er þessi sjúkdómatrygging þá?

Gamla tryggingin mín kóverar hins vegar allt. Ég var ein af þeim sem var nógu sniðug að halda í mína gömlu tryggingu þar sem talsvert mildari skilmálar eru....eða kannski mannlegri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband