8.7.2014 | 13:25
Nokkur orð um micro aggressions
Er komin aftur eftir 5 ára hlé - eða svo. Stundum er lífið bara þannig að maður þarf alla orku til að taka til heima hjá sér - ef hægt er að orða það þannig. Nú er svo komið að ég á til hellingsefni til að deila með ykkur og hlakka til að lesa um hvað ykkur finnst. Þessi pistill hér er um micro aggressions, fyrirbæri sem mikið er rætt um erlendis en lítið verið fjallað um hér. Að mínu mati á það fullt erindi við Íslendinga eins og aðrar þjóðir. Ég þýði hugtakið sem ördómar - en það er ekkert heilagt og þið megið gjarnan koma með tillögur að þýðingu
Micro aggressions, er ómeðvituð særandi framkoma sem einkennist af vanþekkingu og ónærgætni í samskiptum. Slík framkoma lýsir sér með frösum, hegðun eða líkamstjáningu sem getur tilkynna að sá sem fyrir þeim verður, sé á einhvern hátt minni manneskja, sem nýtur minni virðingar og sá sem sýnir þessa framkomu. Stundum byggist hún á tilhneigingu til að aðgreina sig frá manneskjunni sem um ræðir.
Þessi framkoma, sem kalla má ördóma, er ómeðvituð enda byggist hún ekki á hatri eða heift líkt og fordómar. Viðkomandi ætlar því oft ekki að vera meiðandi og áttar sig ekki á því fyrr en á það er bent - og verður oft miður sín. Það er þó merkilegt til þess að hugsa að stundum hefur fólk gert athugasemdir við ördómana en fengið þær athugasemdir að um grín hafi verið að ræða. En grín hefur mörk því grín hættir að vera grín þegar það særir aðra. Margir þeirra sem eru með fordóma og/eða ördóma hafa reynt að réttlæta eigin framkomu með því að telja fram vini sem eru af erlendum uppruna eða tilheyra öðru trúfélagi. Hver sem er getur sýnt slíka framkomu, hvernig sem vina- eða ættingjahópurinn er samansettur. Það er því ekki afsökun fyrir fordómum að eiga vini sem fordómarnir beinast gegn.
Þeir sem vinna í alþjóðlegu umhverfi eða í samskiptum eru fljótir að taka eftir þessari hegðun. Ísland hefur á síðastliðnum árum orðið virkara í alþjóðaumhverfinu og því meðvitaðra um aðra menningarheima. En hugarfarsbreytingar taka tíma og nú er orðið brýn þörf að fá umræðu um þessi mál hérlendis. Íslendingar sem lengi vel hafa búið í frekar einsleitu samfélagi láta ýmislegt flakka í formi gríns eða gera jafnvel athugasemdir við fólk sem fellur ekki í rétta formið.
Það gefur augaleið að með fjölbreyttara samfélagi þurfum við að taka meira tillit og gæta orða okkar í samskiptum við fólk utan okkar innsta vina- og fjölskylduhrings.
Hér fyrir neðan eru fleygar ördómafullar setningar:
Þegar karlar kalla konur kerlingar
Ég pældi ekkert í því að þú værir frá Kína, fyrir mér ertu eðlilegur
Ég hélt að allir blökkumenn væru góðir í körfubolta
Þið hvíta fólkið lítið allt eins út
Þú hleypur eins og stelpa
Sagt við íslenskan strák sem er dökkur á hörund Rosalega talarðu góða íslensku"
Ertu hommi? Þú ert svo hommalegur. Ég hef samt ekkert á móti hommum
- Horft er á einhvern upp og niður með fyrirlitningarsvip
- Forðast að fara í lyftu með aðila sem klæðir sig öðruvísi eða með annan hörundslit en þú
Flest öll höfum við sýnt ördóma á lífsleiðinni og vafalaust gætu sum okkar fyllt heila bók með sögum um slík atvik. Það þýðir þó ekki að við séum vitlaus eða illa innrætt, heldur að við höfum ekki hugsað útí þetta. Tilgangur þessara skrifa er því að vekja athygli og vonandi umræðu í von um aukna meðvitund um þetta málefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Guðrún,
Takk fyrir athygliverðan pistil.
Árni Már (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.