23.5.2007 | 09:44
Hin vanrækta Reykjavík
Spennandi verður að sjá hvernig ný skipan og stefnumótun innan ráðuneyta æxlast. Ljóst er að ekkert hefur gerst í blessaða landbúnaðaráðuneytinu sl. ár þar sem stefnan hefur greinilega verið "reaction" stefna í stað "proaction" stefna. Guðni hefur eingöngu brugðist við breyttum aðstæðum og breytingum á EES löggjöfum sem hafa borist frá Brussel, klippt á borða og sagt brandara.
Það sem veldur mér hvað mestum áhyggjum er samgönguráðuneytið. Lengi vel hafa landsbyggðarþingmenn þyrpst í kringum samgöngunefndir og ráðuneytið sem sést vel á stefnumótun í samgöngumálum sem er 95% landsbyggðarmál og 5% höfuðborgarmál sem einkennast hvað helst af bútasaumsaðferð, þ.e. að fylla upp í holur hér og þar í malbiki. Helstu breytingar eru í kringum höfuðborgina - lítið inn í henni.
Það sem vekur hvað mesta furðu er að fjölmiðlafólk og þingmenn hafa æ ofan í æ tuggið á Sundarbraut en minnst talað um málefni sem snúa að innviðum og infrastrúktúr höfuðborgarinnar: Miklubrautar-og Kringlumýrarbrautarvandamálin. Þarf ekki að leysa þau ásamt hljóð- og loftmengun áður en farið er í að bora aðra hverja heiði úti á landsbyggðinni hvað þá að hleypa straumi bifreiða greiðlega inn í borgina sem svo stíflast með vanrækslu-brag þingmanna inn í borginni?
Ég vona svo sannarlega að Kristján Möller sé með öll ljós kveikt þegar hann markar nýja samgönguáætlun og setji borgina loksins í forgang.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona svona!
Guðmundur Björn, 23.5.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.