29.5.2007 | 16:00
Eru foreldrar öðrum foreldrum verstir?
Síðan ég eignaðist afkvæmi hafa boð um mætingar á foreldrafundi streymt inn. Í 12 ár hef ég reynt samviskusamlega að mæta en hef þó fátt að segja og í raun finnst ekkert eins leiðinlegt og að mæta. Í staðin er afar áhugavert að skoða hvað fer fram á þessum fundum og hvernig samskiptum er háttað.
Á öllum fundum myndast spenna milli einhverra foreldra. Yfirleitt milli kvendýranna og getur maður þefað valdabaráttuna í loftinu. Varð síðast vitni að slíku í sl. viku er ég fór á fótboltaforeldrafund. Kvendýrin taka oftar en ekki stjórnina og amk ein gætir þess að hinir viðurkenni örugglega vald sitt. Annars er refsingin MEGA-diss.
Oftar en ekki er á einhverjum tímapunkti einu karldýrinu hrósað fyrir stöðu sína og sýnd tilhlýðileg aðdáun og virðing, t.d. ef viðkomandi er læknir eða lögfræðingur. Þá má sjá augljós merki um hópa- og klíkumyndanir meðal foreldranna.
Það sem kemur mér oft á óvart er samviskubits-potið á þá sem nenna ekki að taka þátt og mæta á fundina. Sumir foreldrar ganga svo langt að krefjast óbeint um ástæður fjarverunnar. Ég hef nokkrum sinnum lent í því og svaraði því til að ég vildi ekki mæta. Svarið sem ég fékk voru samviskubits-pots-skammir: "Viltu ekki að barnið þitt fái tækifæri til að vera með í öllu því sem er að gerast?" Spurði Alfa-kvendýrið. Ég svaraði því til að ég vildi heldur eyða tíma MEÐ barninu mínu en án þess og vildi því ekki koma á foreldrafundi.
Þetta er bottomline-ið að mínu mati. Foreldrafundir eru orðnir svo margir með aukinni þátttöku barnanna í íþróttum, skólastarfi og tómstundum að það bitnar á þeim litla tíma sem fyrir er til að vera með börnunum.
Er ekki hægt að finna aðra árangursríkari leið til þess að taka ákvarðanir?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helvíti margt glúrið í þessu. Þessar krakkafótboltaljónynjur eru á köflum ótrúlegar. En þú gleymdir náttla að nefna tannlækna og verkfræðinga.....
Big Brother (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.