Ef ég er Ríkið og Ríkið á mig: Hvaða rétt hef ég til að vera ég í Ríkinu?

Enn eimir af fortíðardraugum hins opinbera....fólk er enn til sem "á" þær upplýsingar sem maður sækist eftir um sjálfan sig. Upplýsingar um eigið skinn. Enn eru til læknar sem eru svo litlir í sér að þeir verjast allra fregna af sjúkdómsástandi tiltekinnar manneskju og minna helst á Paris Hilton á leið í fangelsið - varðist allra fregna.....

Það væri svosem ekki frásögum færandi ef þessi "tiltekna manneskja" sem vildi fá upplýsingar um sjálfa sig hjá lækninum væri sjálfur sjúklingurinn.

Mér kemur líkami minn ekki við - ætli það. Hann er einkamál læknisins og allt sem er dregið úr honum er hans eign.

Hringdi í ríkisskattsjóra um daginn. Eftir að hafa potað í símann, að mér fannst, endalaust til að komast í þessa deild eða hina deildina svaraði þjónustufulltrúi skattsins í símann.

Hún var svo fúl að mér varð hálf óglatt í símann. Maður lendir stundum á svona fólki. Þetta er fólk sem grípur t.d. frammí fyrir manni og hrópar skipandi: "KENNITALA"!

 Ég ákvað að æla ekki fyrirfram heldur gefa manneskjunni sjens og kynnti mig með þá von í hjarta að hún vildi þá kannski frekar aðstoða mig ef ég sýndi kurteisi.

Símtalið stóð einungis yfir í  örfáar sekúndur:

Ég: "Sæl ég heiti Guðrún og mig vantar upplýsingar um það hvort ég skuldi ykkur 250 þúsund 1. ágúst eða hvort ég standi svotil á núlli".

Hún: "Það kemur ekki ljós fyrr en 1. ágúst".

Ég: "En þið hljótið að reikna þetta út fyrir 1. ágúst. Gæturðu nokkuð flett mér upp og skoðað þetta fyrir mig svo ég geti þá gert ráðstafanir varðandi það ef ég skulda ykkur"?

Hún: "Það kemur ekki í ljós fyrr en 1. ágúst".

Þögn

Þögn

Þögn

Þögn

Ég: "Jáhá, takk fyrir það"!

Hún: Skellti á.

Svona er'tta - alltaf til fólk sem vill poppa upp lífið og tilverunaSmile Bara að hringja í Ríkisskattstjóra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Ekki gera og miklar kröfur til Skattsins...í Rvík!  Heldurðu virkilega að fólkið þar vinni yfirvinnu og geti svarað spurningum, sem ekki eru leiðandi?

 Eins og þú veist, þá hef ég einungis verið hjá Skattinum á Reykjanesi eða á Vestfjörðum.  Toppþjónusta þar á bæ skal ég segja þér!  

Lausn: Flytja í Kópavoginn eða á Ísafjörð! Hvað segirðu um það?

Guðmundur Björn, 19.6.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband