Bílagemsar og aðrir blindir ökumenn

Í góða veðrinu síðustu dagana (amk hér á SV horninu) hef ég farið mikið út að ganga og njóta þess að fljóta með mannfólkinu. Maður nýtur hverrar sekúndu því aldrei er að vita hvenær sólardögum lýkur.

Það er eitt sem ég hef tekið eftir við þessar göngur mínar. Yfirleitt, já yfirleitt, þegar ég ætla að ganga yfir á grænum göngukalli fer einn bíll yfir á skærrauðu. Og alltaf, já alltaf, er viðkomandi í símanum.

Mér hefur sýnst svo sem þessir bílagemsar taki ekki einu sinni eftir því að þeir hafi farið yfir á rauðu - hvað þá að þeir hafi næstum keyrt yfir eitt stykki konu og og eitt stykki barn......

Ég dreg þá ályktun að við það að tala í síma þurfi fólk oft að "visualize" ýmislegt sem fer fram í samtalinu. Til dæmis ef skipuleggja á eitthvað tiltekið eða þegar vísað er til leiðar. Ég dreg einnig þá ályktun að þetta sé ómeðvitað ferli, þ.e. að við tökum ekki eftir þessu þó við vitum af því.

Af þessum ályktunum er eftirfarandi niðurstaða:

Bílagemsar eru álíka hættulegir í umferðinni og blindir bílstjórar (sem væntanlega eru ekki til)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 1153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband