Hótanir og svívirðingar - eru Íslendingar gengnir af göflunum?

Afhjúpun firringar hefur ollið heilabrotum  hjá mér upp á síðkastið. Er hugsanlegt að svo margir klikkaðir Íslendingar séu til? Eða afhjúpast klikk-firringin með tilkomu internetsins? Er hugsanlegt að stressið sé svo mikið á fólki að það leyfi sér í auknum mæli að vera með hótanir og svívirðingar hér og þar um höfuðborgarsvæðið? Ætli þetta sé nýtt fyrirbæri í kúltúrnum okkar?

Varð vitni að nokkrum uppákomum milli ókunnugra um helgina. Í blíðskaparveðrinu virtist brúnin þyngjast á taugaveikluðum einstaklingum þarna úti.

Fór í sund. Gamall karl leggur í stæði og par um fimmtugt klikkast. Ég heyri þar sem hurðum er skellt og öskrin standa á gamla manninum. Þau ásaka hann um að hafa "stolið" bílastæðinu. Hann segir að hann hafi ekki vitað að þau ætluðu að beygja í stæði þar sem þau gáfu ekki stefnuljós. Þau kalla hann dóna, hálfvita, segja hann ruglaðan og hóta svo að rispa bílinn hans.

Fór á Ægisíðuna í göngutúr. Karl um fimmtugt er með nokkra hunda sem hann sleppir lausum. Skokkarar fara framhjá og einn þeirra er augljóslega ekki sama um að hundarnir séu lausir (enda er það bannað). Hún bendir hundaeigandanum kurteisislega á að hundarnir eigi að vera í bandi. Hann klikkast og hellir svívirðingum yfir skokkarann, segir hana hafa gleymt að taka inn pillurnar sínar og fleira.

Strákurinn minn fer á Miklatún að leika sér. Kona á sextugsaldri hleypir hundinum sínum lausum. Strákurinn minn gerir athugasemd við það enda (vegna reynslu sinnar) er hann logandi hræddur við þá. Konan fer að stríða honum, segir hann aumingja að vera hræddur við hunda.

Kona leggur í stæði fyrir fatlaða í Kringlunni. Bíllinn hennar er ekki merktur og gengur hún á pinnaháum hælum í burtu. Hjón á bíl (með bílastæðamiða fyrir fatlaða) gera athugasemd við konuna. Hún stappar niður löppunum og æpir og öskrar svívirðingum og rýkur svo haltrandi í burtu.

Óupptalið eru svívirðingarnar, hótanir og leiðindin sem fólk setur inn á bloggin hjá öðrum.  

Hvað veldur? Hefur þetta alltaf verið svona?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Maður spyr sig....og í framhaldi af því hvort þetta sé einkennið á íslendingasjúkdómnum sem svona margir eru á lyfjum vegna. Það segir sig sjálft að þjóð á lyfjum gengur ekki heil til skógar...

Þetta eru ekki fallegar sögur um samskipti fólks.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband