11.7.2007 | 14:12
Karlar: Bannað að pissa standandi eftir klukkan 10 á kvöldin!
Það er alltaf jafn áhugavert að lesa um nágrannaerjur sem koma upp á borð húseigendafélagsins. Það er mikið hvað fólk kvartar og hvað það finnur sér til dundurs til að kvarta yfir.
Mikið rosalega hefur það mikinn tíma til þess að finna út yfir hverju á að kvarta. Það er víst alveg dæmigert að kvarta yfir trjám nágrannanna og girðingum. Í fjölbýlum er helst kvartað yfir lykt. Þannig kvörtuðu margir í einum stigaganginum yfir lykt sem barst úr einni íbúðinni er íbúi þess var að elda sér mat. Aðrir kvarta yfir grillunum og ég veit til þess að í sumum löndum er búið að banna grill á svölum með öllu.
Þá er eitthvað sem heitir "sjónmengun". Ég rakst á þetta er ég flutti inn í minn stigagang. Fyrir utan hvað þetta er afskaplega sveigjanlegt orð virðist fólk nota það til þess að túlka ýmsa hluti. Það er bannað að vera með dósir og þvott úti á svölum. Það er sjónmengun. Að mínu áliti ætti þá líka að banna gamla karlinn við hliðina út á svölunum hjá mér þar sem hann er svo sannarlega ljótur og myndi því flokkast undir sjónmengun.
Gamall karl kvartaði yfir því að stigagangurinn minn væri ekki kominn með gardínur! Hann var svo yfir sig hneykslaður að hann hellti sér næstum yfir nágrannakonu mína. Þessi sami karl fann svo upp á því að góla á börnin sem voguðu sér að vera á hjólabrettum á göngustígum nálægt íbúðinni hans. Vildi hann banna hjólabretti.
Kona kvartaði yfir reykingum nágrannanna á svölunum. Nágranninn vildi ekki reykja inni heldur úti. Hann fór því að reykja inni. Sama kona kvartaði þá yfir megnri reykingalykt á stigaganginum.
Það verður skemmtilegt að fylgjast með þróun þessara mála. Kannski get ég bannað bíl nágrannans þar sem hann skemmir heildarlúkkið á bílaplaninu. Ég get kannski skikkað feita nágranna í megrun og of mjóa í fitun þar sem þeir sjónmenga er þeir fara út í garð eða á svalirnar.
Kannski get ég ráðið því hvernig gardínurnar í stofuglugganum hjá nágrannanum eru á litinn ef ég væli og kvarta nógu mikið yfir litnum á þeim.
Kannski verður þetta eins og í Sviss þar sem karlar mega ekki pissa standandi eftir klukkan 10 á kvöldin til þess að angra ekki nágrannana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha?? Ertu að skálda þetta með Sviss?
Guðmundur Björn, 14.7.2007 kl. 16:34
Þetta er rétt samkvæmt því fólki sem ég þekki sem hefur búið þar
Guðrún Hulda, 15.7.2007 kl. 11:23
Hæ Guðrún
Ég gæti alveg trúað þessu á Þjóðverja, þeir gátu kvartað yfir öllu í gamla daga. Alveg lokað fyrir það að sumar kellingar gætu skilið að að það brakaði í fullum stúdent sem var að koma heim af kránni.
Halldór Jónsson, 24.7.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.