Er perralegt að breyta myndum af sér?

Síðustu mánuði, eða svo, hef ég rekið mig á það að konur sem pósta út myndum af sér á netinu, t.d. hér á moggablogginu, breyta myndunum umtalsvert - þannig að í raun kannast maður eingöngu við svipinn á þeim. Þegar betur er að gáð eru svo konugreyin þær sem ég hélt að þær væru.....bara miklu miklu sætari og mjórri.

Ég hef svosem ekkert verið að velta mér upp úr þessu fyrr en vinur okkar hjóna kom í mat um daginn og hafði á orði að þær konur sem hann hittir á svokölluðu blind-date eru svo bara allt öðruvísi en á myndunum sem þær sendu af sér áður en þær fóru á deitið......Whistling

Hann sagði að það hvarflaði að sér að þær héldu að hann myndi bara sætta sig við þetta fyrst hann væri nú kominn á staðinn! Sem hann reyndar gerir ekki.

Nú má vel vera að myndbreytingarforrit þau er til eru geri konum kleift að breyta sér í þá konu sem þær þrá mest að vera og ýti við egóinu aðeins á meðan, en er það ekki svolítið annað þegar þær eru að villa á sér heimildir?

Ef ég setti til dæmis mynd af annarri konu, sem líkist mér samt en er samt sætari en ég, er ég ekki að villa á mér heimildum?

Er það eitthvað skárra en feitir sveittir kallar á msn sem pósta myndir af sér yngri og stæltari?

.....kannski ég þurfi aðeins að fara að pæla í myndinni af mér hér á moggablogginu.....og setja myndina af mér eftir andlitsvaxmeðferðina Blush

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband