9.12.2007 | 17:33
Er tjáningafrelsið sýndarveruleiki?
Er greinilega í essinu mínu, er að undirbúa mig fyrir próf og með þursabit í bakinu eins og gamall húsasmiður. Sit hér bryð verkjalyf og er sloj vegna þeirra, drekk kaffi á þykkt við próteindrykk til þess að krossa það og ná einbeitningu ofan í lyfin....góður kokteill - eða þannig.
Í öllu þessu lyfja-kaffi-prófastressbrjálaði fór ég að pæla hvort það væri skynsamlegt að vera með gagnrýnis-blogg á Íslandi þar sem maður er eiginlega að bíta hendina sem fæðir mann. Let me explain. Sko ef ég gagnrýni Baug þá takmarka ég væntanlega möguleika mína á því að fá vinnu á Íslandi.....Baugur á jú svo mikið af fyrirtækjum. Ef maður gagnrýnir flugleiði (eins og ég hef nú gert) þá tengist það FL group sem á í exista og exista á í fl group og blablabla.....allt sefur þetta saman. Ef maður gagnrýnir einn þá gagnrýnir maður alla. Og ef eitthvað er kunna Íslendingar illa að taka gagnrýni sbr. í hver skipti sem Standard og Poor gefa frá sér skýrslu sem er ekki Jólaknús Par Excellance þá er það skýrt með því að þeir viti svo lítið um Ísland og viti ekkert hvað er að gerast hér og skilja ekki markaðinn og svo framvegis. Látum það vera hver viðbrögðin eru þegar Standard og Poor gefa góða einkunn.
Já og svo Baunarnir sem kvarta og kveina yfir íslenskum fyrirtækjum. Þeir eru öfundsjúkir og gamlir nýlenduherrar þola ekki velgengni gamalla nýlenduþjóða.
En bottom linið er að ef málfrelsi mitt takmarkar tjáningafrelsi mitt og tækifærum til framfærslu er spurning hvort tjáningarfrelsi á Íslandi sé sýndarveruleiki?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.