Run Forrest Run!

Hafði það af að mæta á 2 klst æfingu að morgni föstudagsins langa. Æfingarnar í vikunni sem leið voru ansi erfiðar, mikið um hlaup og spretti upp Hallarmúlan á tíma. Umhverfið var mjög fjölbreytt: Penninn, bílar, svifryk, Múlakaffi nettlega skreytt með ælu í einu horninu eftir einhvern Boot Camparann.

Það eru mikil hlaup núna enda gott veður. Ég er satt að segja búin að hlaupa svo mikið að ég er farin að skrolla. 

Ég hata hlaup. Ég hef alltaf verið hlunkur og að sjálfsögðu er ég ALLTAF síðust. Það er meira segja svo slæmt að ein konan í hópnum sagði við mig lafmóð: "ég er svo feginn að þú ert í þessum tímum með mér því nú er ég ekki lengur síðust"!

Ég gat ekki annað en hlegið en samt....ef maður er settur í hóp á æfingu er öllum hópnum refsað ef ég t.d. hleyp of hægt...sem ég geri.

Svo hægt að einn þjálfaranna hrópaði eitt sinn á eftir mér: "Run Forrest Run"! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Hí, hí, við höfum víst öll takmarkaða getu að einhverju leyti. Kosturinn við öll hlaupin er að ef þú heldur áfram að vera svona dugleg að æfa og æfa, þá hlýtur hraðinn að aukast með tímanum, vonandi!

Karin Erna Elmarsdóttir, 26.3.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1207

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband