Hvar eru spunameistarar ríkisstjórnarinnar núna? Lýgur Gordon Brown?

Talaði við bresku vini mína í gærkvöld. Þeir eru bæði reiðir út í Íslendinga fyrir að hlaupast undan ábyrgð og undrandi á Gordon Brown - vegna þess að hann hafði fyrir þessa atburði tapað fylgi sínu.

Með þessum hörðu aðgerðum virðist hann, samkvæmt félögum mínum, vera að reyna að ná sér í atkvæði. Það virðist samt ekki vera að virka því fylgi hans er farið að eilífu. Samkvæmt félögum mínum er hann bara ekki vel liðinn á Bretlandi punktur!

Það jók alltaf við fylgi Margaret Thatcher að fara í stríð - en ég er nokkuð viss um að stríð við litla "hryðjuverka"eyðu í norðri eigi ekki eftir að hjálpa Gordon Brown.

Ísland er rakkað niður í fjölmiðlum í UK og ekkert heyrist frá okkur - hvar eru spunameistararnir núna? Afhverju er ekki verið að leiðrétta þennan misskilning í fjölmiðlum?

En ég hlýt að spyrja mig, fyrst íslenskir ráðamenn segjast hafa talað við G.B. og fullvissað hann um að við myndum standast við okkar skuldbindingar.....Er Gordon Brown að ljúga?

 


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er ekki um neinn misskiling að ræða og því fátt sem hægt er að leiðrétta. Bretar eru í fullum rétti, ég skil reiði þeirra vel. Sparifé þeirra er stolið af einhversskonar pakki norður í höfum. Aldeilis væri ég reiður ef að einhverjir aðilar á Svalbarða hefðu stolið peningnum mínum.

Til að bæta gráu oná svart þá varpaði Seðlabankastjóri sprengju í drottningarviðtali sínu. Það er ekki hægt að misskilja skilaboð hans. Ríkið ætlar ekki að borga erlendar kröfur bankanna. Það ætlar bara að skipta um kennitölu á bönkunum.

Þetta er svona eins og barnaníðing sem er dæmdur í 10 ára fangelsi... en hann þarf ekki að afplána dóminn... hann fær nýja kennitölu og það er ekkert upp á þessa nýju kennitölu að sakast. Þetta er Nýi barnanýðingurinn. Ekki sá gamli. Þetta tíðkast bara hvergi nema í þessu bananalýðveldi hér norður í höfum.

Gott verður að fá alþjóðlega aðila til að taka hér yfir, fara vandlega yfir mál og sjá hvert sparifé íslendinga, breta og hollendinga hefur runnið.

Bestu kveðjur

Nýi Einar

Einar (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband