Eftir hverju var farið við val á uppsögnum starfsfólks við LÍ?

Uppsagnirnar hjá Landsbankanum virðast hafa komið fólki í opna skjöldu. Starfsfólkið varð greinilega fyrir áfalli við yfirtökuna og svo uppsagnirnar.

Ég spyr.....hvaða aðferð var notuð til að segja upp fólki?

Og.....hvaða forsendur réðu vali á starfsfólki til uppsagnar? Starfsaldur? Viðfangsefni? Kennitala? Laun?

Við hvaða mat var ákvörðunin um að segja 550 starfsfólki upp vinnunni, var stuðst við?

 

Er BHM orðið stéttarfélag þeirra einstaklinga sem urðu eftir?


mbl.is Bankamenn í tilfinningarússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Mikið finn ég til með því fólki sem missti vinnuna þarna.

Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Það var auðvitað deginum ljósara að hluta- og verðbréfasviðið myndi hverfa nánast í allri sinni mynd, enda ekki margir einstaklingar að fara að kaupa hlutabréf á næstu árum.  Sama á við um einkabankasviðið, en það er fyrir reikningseigendur sem eiga 100+ millur inn í bankanum.  Veit að 60% hugbúnaðardeildar var sagt upp. Kaupþing var þegar byrjað að fækka fólki í bakvinnslu verðbréfasviðs fyrir um mánuði síðan, vegna verkefnaleysis.

Síðan gengur sú saga að úllen dúllen doff aðferðafræðin hafi verið notuð á mjög marga.  Nöfn hafa verið lesin upp og sagt "úti" eða "inni". En ætli starfsaldur hafi ekki mikið að segja og auðvitað mikilvægi sviðsins/deildarinnar. 

Það þarf ennþá að þrífa þrátt fyrir allt saman, þannig að undarlegt væri ef að hreingernigarfólkinu yrði sagt upp.  

Eitt er þó ljóst, að í dag er ekki KÚL að vera starfsmaður banka og á næstu árum munum við ekki sjá mikið um stífbónaða jakkaklædda "sér-fræðinga" og "ráðgjafa" skælbrosandi, labba niður Laugarveginn eftir að hafa snædd hádegisverð á Argentína Steikhús.

Guðmundur Björn, 12.10.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband