Er Alþingi úrelt stofnun? Er ekki rétt að setja stefnumiðað árangursmat á þingmenn?

Á tímum sem þessum vakna upp margar spurningar um innri gerð (strúktúr) stofnana. Oft er farið út í að endurskipuleggja fyrirkomulag minni stofnanna en til er ein stofnun sem hefur ekki mér vitanlega farið í úttekt með rekstur og skilvirkni vinnuferla að leiðarljósi. Að auki hefur Alþingi fjarlægst almenningi, fólkinu í landinu þar sem tungumálið er annað og aðgangur að upplýsingum er takmarkaður.

Sú stofnun er að sjálfsögðu Alþingi sem að mínu mati er úrelt þar sem hún er kerfi sem framleiðir af sér fleiri kerfi allt sem hannað er innan þessarar stofnunar byggir á kerfislægri hugsun. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að á Alþingi hafa of margir lögfræðingar verið við völd og haft áhrif á kostnað skilvirkni verkferla, árangurs og eftirlits. Já Alþingi skortir eftirlit.

Mér hefur fundist sem lögfræðingar séu að mestu leyti kerfisfólk, fólk sem tekur að sér verkefni og hannar þau þannig að þau komist fyrir innan ramma sem þau sjálf hafa skapað og veitt lögum sjálfstætt líf......"innan ramma laganna" eins og lögin séu eitthvað óbreytanlegt apparat (kerfi). Einhverja hluta vegna virðist Alþingi vera eins og félagsheimili fyrir lögfræðinga....það er að minnsta kosti alltof mikið af þeim (annars ólöstuðum) á kostnað annars fólks með góða þekkingu og menntun.

Alþingi þarfnast sveigjanleika svo hægt sé að vinna lýðræðislega. Mér hefur fundist sem fólkið sem vinnur inn á Alþingi og kallast þingmenn og ráðherrar, hafi eingöngu sína og flokkræðislega hagsmuni að gæta á kostnað þjóðarinnar.

Sumir flokksgæðingar stjórnmálaaflanna skilgreina sig sem flokkur en ekki hluti af þjóð....."Við ......menn viljum að bla bla bla".

En aftur að Alþingi. Til að rökstyðja hið ólýðræðislega vinnulag sem viðgengst á Alþingi er ekki kosið eftir gæði frumvarpa heldur eftir þvi hverjir smíða frumvörpin og er þá eins og einhverskonar vinsældarkosning á grunnskólastigi fari fram. Allir þeir sem eru vinir X og X þeir segja JÁ við frumvarpinu en aðrir segja NEI eða sitja hjá.

Þeir sem eru með mér í liði kjósa það sem ég vil og eru ALLTAF á móti leiðinlega genginu. Þeir sem eru í stjórnarmeirihluta ná því sínum málum í gegn af því að þeir eru fleiri en hinir og skiptir þá engu hvort frumvarpið var samið með hagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi eður ei.

Þetta verður varla hallærislegra, barnalegra og ekki síst ólýðræðislegra. En víst er að einhverjum kerfisköllum finnst að þetta eigi bara að vera svona bara af því að þannig hefur það alltaf verið.

Vinnuferli Alþingis verður svo að teljast afskaplega afdankað og úrelt. Stofnaðir eru fundir og nefndir um öll möguleg mál þar sem hver og einn getur blaðrað út í hið óendanlega á kostnað fólksins í landinu. Því meira kaffi því meira blaður og því minna verður úr verki.

Sérfræðingar eru kallaðir til að meta hitt og þetta. Hending ef þessir sérfræðingar eru ekki í flokknum. Oft er þó ekki hlustað á neitt svona sérfræðingatal heldur er tilfinning, vinavæðing, ættarklíkur og eiginhagsmunir látnir ráða för - ja það er að segja ef einhver niðurstaða fæst.

Það vill því miður stundum vera sem málin týnist í kerfinu þar sem engin stjórn er á kerfinu.....það er engin sem fylgist með því að hlutir séu gerðir, tímastjórnun er tilviljanakennd, endurmenntun/símenntun alþingismanna er takmörkuð, þingmenn sitja í nefndum sem fjalla um mál sem þeir hafa engan grunn til að fjalla um, árangursmat þeirra er ekkert (þeir skýla sér á bak við kosningar en telja ekki upp þau verk sem þeir hafa unnið að og klárað) og síðast en ekki síst virðast þeir sjálfir halda að þeir sem eru lögfræðimenntaðir hafi þekkingu á öllum sviðum.

Svo er treyst á það að maður kjósi eftir því sem auglýsingarnar eru sætari, fallegri, árunni sem kemur frá þeim og þeirri tilfinningu sem brýst út hjá manni þegar maður hittir þetta fólk. Áþreifanlegur mælikvarði er nefnilega ekki til staðar.

Svona eins og að ráða manneskju í vinnu út frá fötum, viðmóti og sætleika en ekki út frá ferilskrá sem búið er að fá staðfesta.

Að mínu mati þarf að hafa hlutlausa ópólitíska stjórnendur á Alþingi sem setja tímaramma, úthluta verkefnum og ýta á eftir því að hlutirnir séu framkvæmdir á tilsettum tíma.

Svo þarf að setja á fót Stefnumiðað árangursmat á Alþingi.

Að lokum þarf virka vefsíðu þar sem fólk sér hvaða mál eru til umfjöllunar (á mannamáli) og í hvaða farvegi þau eru.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband