Campari auglýsingar í tónlistarmyndböndum

Ég er svo heppin að þegar ég drattast í ræktina og hleyp eins og hamstur í hjóli er mér boðið upp á að horfa á tónlistarmyndbönd, t.d. frá NOVA TV.

NOVA TV er yfirleitt með vinsælustu og heitustu myndböndin í sýningu og eru þau vafalítið mjög áhugaverð.

Myndbönd við tvö áhugaverð og vinsæl lög eru Campari auglýsinar - ég held reyndar að eitt myndbandið frá Black eyed peas sé í raun fyrst og fremst auglýsing enda lagið frekar slakt þannig lagað séð - þrátt fyrir vinsældir.

Á meðan ég gæti pirrað mig yfir þessu enda með ungling á viðkvæmum mótunarárum sem glápir á þetta daginn út og inn gleðst ég yfir því að hér er verið að auglýsa ógeðsdrykkinn Campari.

Þeir sem hafa orðið svo óheppnir að hafa fyrir slysni smakkað eyrnarmerg vita nákvæmlega hvað ég er að tala um hér.

Ef þessar auglýsingar - faldar í tónlistarmyndböndum - verða til þess að unglingurinn minn ákveður að það sé KÚL að smakka Campari mun hann að öllum líkindum láta af öllum draumum um áfengisdrykkju lönd og leið enda - hver vill drekka eyrnarmerg OG borga fyrir það???? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband